föstudagur, september 08, 2006

Þetta er fótboltalíf

Já, það blés ekki byrlega um strákana okkar í landsleiknum í fyrradag. Eiður átti samt möguleikana á að setja tvö mörk og á góðum degi hefði hann klárað þessi færi. Þess má samt geta að sjónvarpsstöðin var á barnum þar sem leikurinn var sýndur og tók stutt viðtal við formann IF Guðrúnar. Nokkuð skondið en kfrest smá dönskukunnáttu að skilja. Viðtalið fyrir og eftir leik. Að auki má hér sjá skemmtilegt viðtal við Hemma Gunn, sem sýnir að hér á ferðinni er einn glaðlyndasti og jákvæðasti maður Íslands.

Við vorum samt búnir að hita upp fyrir tapleikinn Ísl-Dan með að tapa sjálfir okkar leik fyrr um daginn svo við vorum undir þetta búnir. Sjónvarpsstöðin mætti ekki, en það kom ekki að sök því einn af okkar mönnum á hliðarlínunni tók sig til og mætti með cameruna sína og tók upp leikinn. Hápunkta leiksins má sjá hér fyrir áhugasama.

Þetta var samt strembinn leikur, meiðsli í hópnum og annað, sem varð til þess að ég spilaði allan leikinn (ég hef nú oft gert það, en mundi alveg kjósa hvíld inná milli). Og ekki nóg með það, heldur var annar leikur daginn eftir! Sama var uppá teninginum þar, nema hvað að nú var enginn varamaður, og eftir 10 mínútna leik fór einn manna okkar útaf vegna meiðsla. Við vorum alveg á rassagatinu, alveg búnir á því, svo ekki bætti úr skák þegar fólk fór að safna gulum spjöldum (sem þýðir 10 mínútna brottrekstur). 9 leikmenn eftir. En við náðum að herða okkur og komumst 3-2 yfir og tíu mínútur eftir að leiknum, nú var bara að halda. Þegar ein mínúta var eftir (við spurðum dómarann), keyrðum við bókstaflega á mjólkursýrunum. E-ð var þessi mínúta lengi að líða því eftir fimm mínútur kem há sending inn á vítateiginn okkar sem markmaðurinn misreiknar og stýrir honum inní netið...Við urðum frekar pirraðir á að dómsi skuli ekki vera búinn að flauta, en svona er það. Eitt stig er ágætt út úr þessum leik.

Svo nú er bara eins dags pása, kveðja Ragnheiði sem fer í dag, og svo bara beint á Klakamótið, sem er fótboltamót Íslendinga búsetta í Danmörku og verður haldið núna um helgina. Það verður án efa massa gaman, nóg spilað af fótbolta, skemmt sér og tekið á móti gömlum félögum úr SF Heklu frá Árósum. Þeir skulu samt ekki búast við neitt blíðum móttökum...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed