styttist í brottför
Ég verð því miður ekki jafn aðgerðalaus og ég hafði vonað (lesist sem ritgerðalaus) þegar ég kem til Ísalandsins góða núna á fimmtudaginn. Þessi styrkingarskilmáli sem ég hafði sett mér sem innihélt greinilega ekki nógu sterka refsingu. Ég mun því líklega vera við sama heystráið fyrri part dagsins, en um kvöldið grrr....þá sleppur dýrið laust :) Það verður vonandi nóg af heimsóknum enda eru NÍU MÁNUÐIR síðan ég var heima og ég hef góða 8 daga og ekkert jólastress eða ferðalög á fólki. Við sjáumst...
e.s. ég vona a.m.k. að við sjáumst, aldrei að vita nema flugvélin fljúgi bara framhjá landinu sökum myrkvunnar á Íslandi, en vélin á einmitt að lenda á þessum tíma...
Ef þú ferð eitthvað að sakna dk þá verð ég í klakaboxinu á svipuðum tíma. Við getum grátið saman yfir einni kollu ;)
líst vel á það. Alltaf gaman að kíkja á pöbbinn með samlanda þegar maður er í útlöndum :)