miðvikudagur, júlí 26, 2006

coming home

Já vildi bara deila því med ykkur ad ég er að koma í heimsókn til 'Islands þann 8 september til 17 september. Hlakka til að hitta ykkur öllsömul. Mamma verdur reyndar í Glasgow en það er nú bara soldið erfitt að hitta á tímasetningu sem mamma er EKKI íGlasgow he he. Gunni kemur ekki med í þetta skiptið því hann verður önnum kafinn við að klára ritgerdina sína.
kv Ragnheidur

mánudagur, júlí 24, 2006

Blooogggaaa

Já þetta er eitt af kommentunum sem hun elskuleg litla systir mín setti hér á bloggid hjá okkur svo hér koma nokkrar línur frá mér. Smá pæling afhverju segir madur "litla systir" sko ég á 4 litlu systur og þær eru sko allar miklu stærri en ég. Bara sona til ad skrifa um e-d he he. Sko ég er eila alveg dottin útúr þessum bloggheimi þar sem við höfum ekki haft net í hálft ár þá hef ég aðeins haft aðgang að neti í skólanum og þar nennir maður nú ekki að eyða frímínútunum í að blogga já svoleiðis hljómar afsökunin í þetta skiptið.
Annars nóg að gera í vinnunni. Við förum í ferðir hingað og þangað um Köben með börnin hérna í sumarfríinu enda ansi fá börn sem mæta. Í dag fórum við ad sjá Pelle Pirat sem er svona barnaskemtikraftar eins og t.d. hmmm stundin okkar eða ed í þá áttina. Svo er maður bara búin ad reyna að njóta góða veðursins sem er búið að leika við okkur hérna (sorry maður sé að núa þessu um nasir á ykkur heima í rigningunni) Vid erum svo á leið til Porec í Króatíu á miðvikudaginn og verðum þar með ma og pa í viku svo þegar við komum heim kemur Kjarri í heimsókn og verður helgina svo nóg á dagskránni á næstu dögum.

Thank you and good night
Róska

sunnudagur, júlí 23, 2006

Helsingor - Helsingborg, hver er munurinn? Hér er svarið:

Þá erum við búin að fara í okkar fyrstu útilegu (að Hróaskeldunni undanskildri...já og oplevelsetúrnum hennar Ragnheiðar líka, ok ekki alveg sú okkar fyrsta). En við fórum allaveganna til Helsingor með nýja tjaldið og nýju vindsængina (takk Raggi, fyrir að skilja það eftir á Hróa J), og með í för var fósturbarnið okkar hún Regína. Það var búið að spá 30 stigum og glampandi sól, en e-ð voru skýin að flækjast fyrir. Við skoðuðum því bæinn ágætlega og komumst að því að það er ekkert “kaffihús” (eins og við þekkjum það) heldur bara hefðbundnir danskir veitingarstaðir (sem sagt smorrebrod, rauðsprettur o.þ.h.). Það er kannski gert fyrir túrismann enda var varla þverfótað fyrir Svíum sem koma þarna til að gera góð kaup á bjór og víni. Það er sem sagt miklu ódýrara fyrir Svía að koma yfir til Danmerkur og fylla á byrgðirnar (líkt og Danirnir gera í Þýskalandi). Það eru meira að segja staflarnir af bjórkössunum á bryggjunni þannig að fólk getur næstum tekið sömu “strætó”ferjuna tilbaka til Svíþjóðar (það fara þrjár ferjur á 20 mín fresti!). Býst ég við að sá staður verði kallaður Bjórbryggjan í túristaferðum í framtíðinni, líkt og mörg Fiskitorgin heita nú.





Við skelltum okkur því yfir til Helsingborgar í Svíþjóð sem er aðeins 20 mínútna ferð, fengum okkur að borða þar og skoðuðum aðeins bæinn. Komumst að því þar að bjórinn er greinilega ekki auðfenginn þar, heldur er frekar seldur léttbjór á minni veitinastöðum (3.5%, aðeins sterkari en léttbjórinn heima). Annars er Helsingborg mun nýlegri en Helsingor, og snyrtilegri, en ekki með jafn mikinn sjarma og Helsingor.





Við skoðuðum einnig Kronborg höllina í Helsingor sem var hernaðarlega mikilvæg í sífelldum stríðum við Svíana, og svo er höllin sögð vera sögusvið leikritsins Hamlets. Þar bjó einnig Friðrik II sem gerðist svo kræfur að breyta lögunum svo hann gæti gifst 14 ára skyldmenni sínu. Þau lifðu þó hamingjusöm til æviloka.



Hehe, nú ættuð þið sem sagt að geta sleppt því að koma til þessara staða... :)

þriðjudagur, júlí 18, 2006

splash!

Skelltum okkur í sund í gær. Fyrsta skiptið síðan um jólin sem ég geri slíkt, enda komast sundlaugar í Danaveldi ekki í hálfkvisti við þær íslensku, þar sem vatnið er oftast nær í besta falli volgt. Það kom þó ekki að sök í gær þar sem veðrið hefur verið himneskt að venju og því ekkert nema svalandi að skella sér í útilaugina. Það sem stóð hins vegar uppúr voru stökkbrettin. Samtals 7 bretti voru á svæðinu, allt frá eins metra uppí 10 metra. Við vorum þó alveg eins og smákrakkar við hliðiná þessum innfæddu smákrökkum þarna, sem hikuðu ekki við að henda sér, jafnvel dýfa sér, fram af 7,5 og 10 metra pöllunum. Enda er varla ein einasta laug heima með stökkbretti!! Það er bara alveg óskiljanlegt, sundhöllin er sú eina sem ég veit um, en hún er nú ekki sú skemmtilegasta. Fyrir vikuð vorum við að uppgvöta okkur sjálf á nýjan leik, með því að “overskride vores grænser” og gerast djarfari og djarfari....á eins metra brettinu :) Við vorum þó komin kokhraust á þriggja metra brettið áður en yfir lauk, og gerðist ég svo hugaður að láta mig gossa á því 7,5 metra. Ég ákvað að láta 10 metra vera í bili, því það verður nú að vera e-ð eftir þangað til næst...

sunnudagur, júlí 16, 2006

Á Íslendingaslóðum

Ég held að við þurfum ekki að hafa peningaáhyggjur næstu misseri ef nýja áætlunin okkar gengur upp. Við fórum í dag í ferðina “Á Íslendingaslóðum í Köben” með honum Guðlaugi Ara. Okkur fannst heldur dýrt að borga 130 kall á manninn svo við eltum þau bara og þóttumst vera hollenskir ferðamenn að skoða e-ð annað þegar hann stoppaði. Stefnan er að fara í tvo til þrjá túra í viðbót og punkta allt niður sem hann segir, og byrja svo með okkar eigin ferð sem mun heita “Íslendingar í Köben fyrr og síðar...Voru þetta allt fyllibyttur?”. Gulli er með sunnudaga og miðvikudaga, en við vorum meira að spá í mánudaga og fimmtudaga. Við munum biðja aðeins um 100 kall, með von um að verðmunurinn muni skila fleiri gestum til okkar en hans! Hann á örugglega bara eftir að fagna samkeppninni. En túrinn var alger snilld, mæli eindregið, jafnvel tvídregið með henni!

e.s. myndirnar frá Keldunni voru að detta inn...

Mezzin it up...

Jæja, nú er það stoltur eigandi nettengingu sem bloggar úr sinni eigin stofu!

Dagurinn í dag búinn að vera mjög ánægjulegur. Erum búin að dóla aðeins í miðbænum og sötra uppáhaldsdrykkinn minn þessa dagana, ískaffi. Er meira að segja farinn að gera þá ansi góða heimavið. Birti þessa einföldu uppskrift hér fyrir neðan. Eftir kaffihúsaröltið sóluðum við okkur í Kongens Have með Reggí og Birni og náði ég að vinna aðeins í litnum á bakinu. Er bara nokkuð sáttur við árangurinn. Síðan skelltum við okkur á djúsí tónleika með Mezzoforte, sem var liður í djazzhátíðinni hérna. Hef ekki farið áður á svona alvöru djazztónleika, og skemmti ég mér mjög vel. Var sérstaklega gaman að sjá þá skiptast á að taka sóló og sjá fílinginn skína úr andlitinu.
Á morgunn ætlum við svo að túristast aðeins meira, og kafa dýpra í borgina. Við verðum ekki á okkar eigin spítum, því við ætlum að fara með Guðlaugi Arasyni, sem er búinn að skrifa tvær bækur um Köben; “Kaupmannahöfn, meira en Strikið” (kemur sumum á óvart :) , og svo “Á Íslendingaslóðum in the big K”. Það verður án ef fróðlegur túrlestur.

Ískaffi
  • Hellið espressókaffi í glas, mæli með tvöföldum espressó.
  • setjið 5-6 klaka útí
  • fyllið upp með nýmjólk
  • gerið drykkinn sætari, smá sykur er nóg, en ef þið eigið e-s konar kaffisírúp mæli ég eindregið með því

fimmtudagur, júlí 13, 2006

Úr einu í annað

Fyrir þá sem hafa fylgst spenntir með á hvaða bókasöfnum ég er á hverju sinni, þá er ég með smá update (kannski kominn tími til!!) Ég er núna kominn aftur á reit nr. 2 eða 3, man það ekki alveg, og sit núna á Svarta Demantinum. Ég kannski sit ekki alltaf inní honum, því undanfarið hef ég náð að sameina útiveru og lærdóm, með því að sitja á kaffihúsinu sem er fyrir utan Demantinn. Dejligt.

Annars er uppáhald tónlistin mín um þessar mundir, lagið sem er í töluvleiknum Battlefield Earth 2. Ég er orðinn fastagestur á netkaffihúsinu í hverfinu og ekki mun líða lengi þar til þeir heilsa mér með nafni, líkt og Cliff fékk alltaf þegar hann gekk inn á Staupasteininn góða.

Í dag er svo ætlunin að gerast hámenningarleg og kíkja á tónlistarhátíð sem er á aðeins öðru plani en sú seinasta sem ég var á. Þessi hátíð er nefninlega tileinkuð jazzinum, og fer fram víða um borgina. E-s staðar heyrði ég að viðburðirnir væru um 900 talsins yfir 10 daga, eða 90 tónleikar á dag. Það ætti því ekki að vera erfitt að kíkja í bæinn og ramba niður á góða sveiflu.

Svo fer nú að styttast að við komumst í sólina (er hægt að vera í meiri sól mundu sumir segja), því við skötuhjúin eru á leið til Króatíu núna í lok júlí, og munum leyfa íbúum þar að njóta nærveru okkar um stund. Við munum vera þar í viku með foreldrum Ragnheiðar, og sleikja sólina og dýrka strendurnar þar mjög samviskusamlega Ummmm.... Ég hef samt ákveðið að skilja allar skýrlsur og bækur eftir heima, enda yrði fríið litað af samviskubiti ef námsbækurnar mundu stöðugt vera að minna á sig. Ég líka komist að því, líkt og eftir Hróann, að fá smá fjarlægð frá verkefninu skilar sér í annarri og bættri sýn á það þegar heim er komið.

Að lokum, ég hefði átt að vera aðeins sniðugri þegar ég hóf námið hérna í Danmörku. Það hefði verið alveg tilvalið að vinna öll thessi valfrjálsu verkefni sem ég hef skrifað sídastlidin tvø ár, med tad fyrir augum ad sameina thau sídan i lokaverkefninu. Hve fljótur hefði maður þá orðið með verkefnið...kannski ekki lært mikið nýtt reyndar.... Það hefði þó verið betra að ákveða fyrirfram hvernig best væri að raða þeim upp, enda held ég að verkefnin mín hingað til muni ekki raðast vel upp. Prófum og sjáum hvernig það mundi hljóma: Hugræn atferlismeðferð við áfallstreituröskun (PTSD), fyrir þá sem hafa lent í einelti á vinnustöðum...heyrðu þetta hljómar bara alls ekki svo illa! Hvar á ad skila?

miðvikudagur, júlí 12, 2006

hej alle sammen

Jæja Ragnheidur herna vil byrja a ad segja ad eg er komin med nytt simanr. 004525623516
Tora Stina frænka er buin ad vera i heimsokn herna sidustu 11 daga mjog svo gaman ad fa hana i heimsokn. Hun var mjog spræk tratt fyrir ad vera komin med agætis kulu. Vid brølludum sko ymislegt forum a strondina og Islands brygge ad sola okkur enda buin ad vera 25 til 30 stiga hiti herna allan timann sem hun var herna. Fara i fisketorvet, strikid, og fields ad versla. Forum svo i dagsferd til Malmø einn dag versludum lika tar.
Forum ad turistast forum i kanal siglingu um siki Kaupmannahafnar, tar sem madur fræddist um ymislegt, eins og vissud tid ad i Christjaniu bua 1000 manns og 250 hundar merkilegar upplysingar tad, og va hvad thulurinn gat talad hratt a dønsku, ensku og thysku,
Skodudum Rosenborgarslot og forum i Tivoli og a Bakken en tar sem Tora er olett forum vid adeins i 1 eda 2 tæki.
Ekki ma svo gleyma ad vid forum a Hroaskelduna a sunnudeginum og saum Strokes, Frans Ferdinand og Roger Waters. Mjog gaman en dagurinn einkenndist to af longum rødum bædi inna svædid i klst og lestina heim klst. En geggjad gaman

Annars er eg a fullu i vinnunni og likar mjog vel. For i Kongens Have i gær med børnum og starfsmønnum og hlustadi a barna djass i tilefni Jassfestivalen i Køben.
Tau eru mjog dugleg ad fara i allskonar ferdir. Hver deild er t.d. med einn ferdadag sem tau nyta til ad fara i allskonar ferdir stuttar og langar.

Jæja faum net heim a føstudaginn vona ad eg blogga meira ta ble i bili Ragnheidur

föstudagur, júlí 07, 2006

Skeldan



Jæja, back to reality. Kominn aftur eftir rokk og ról á Hrósakeldu frá fimmtudegi til sunnudags. Þetta er svona aaaaðeins í lengra lagi, enda frá mörgu að segja. Byrjum á tónleikunum...

Það var af nógu af taka á þessari hátíð og byrjuðu herlegheitin strax á fimmtudeginum með Guns and Sigur Roses. Hressu strákarnir í Sigur Rós og Axl Rose tóku nokkra slagara saman í góðum fíling. Ég er strax byrjaður að bulla, þetta verður langur lestur.
Guns and Roses voru fyrstu tonleikarnir sem eg ætlaði mer að sja. Sa eini eftirlifandi ur upprunalega bandinu var Axl Rose sem hafði keypt nafnið og þar með réttinn af lögunum, sínum fyrrverandi félögum til mikillar mæðu. En það er nú söngurinn sem skiptir mestu máli á tónleikum og þvi keypti maður þetta alveg, Sbr. Roger Waters að taka Pink floyd.
En eftir klukkustundarbið eftir Öxlinni að þá var maður orðinn nokkuð þreyttur. Hann heimtaði vist 20 flöskur af Jack Daniels og 20 ljoshærðar stelpur og að enginn á sviðinu mátti horfa í augun á honum. Nett ruglaður, enda skálaði hann seinna fyrir öllum þeim sem ætluðu að vera eins “fucked up” og hann var. Loksins kom hann þó og tók tvo þvílíka slagara til að byrja með og gott ef að röddinn náði ekki bara svipuðum hæðum og í gamla daga. E-ð virtist hann þó ætla slaka á því eftir tvö lög tók hann sér tíu mínutna pásu á meðan hljomsveitarmeðlimir hans dúlluðu sér við að taka extra langar instrumental utgafur af lögum a borð við Ziggy Stardust og Beautiful með Christine Aguilera!!?? Þetta endurtok sig so með reglulegu millibili. Hann var hvergi sjáanlegur á sviðinu og greinileg að röddin þoldi ekki álagið, en hvað hann var að gera er ráðgáta enn þann dag í dag...

Við gáfumst upp á þessu eftir hálftíma show og röltum yfir á SigurRós, tónleika sem mig langaði mikið að sjá, en ákvað að láta Guns ganga fyrir, klikka ekki a þvi aftur. Við strönduðum í fólksfjölda töluverðum spotta frá Arena
(næst stærtsta svæðinu), og sjónin sem blasti við okkur var ansi mögnuð.


Eflaust þúsund manns sem héldu á kveikjara á meðan dáleiðandi tónar komu frá sviðinu. Ég rölti nær en hrasaði næstum um allt fólkið sem lá í grasinu fyrir utan sviðið, samankiprað og oft í faðmlögum. Tónleikarnir voru hreint út sagt magnaðir, og endirinn þegar þeir toku “popplagið” var eftirminnilegur.

Föstudagurinn var einnig með frábært line-up. Morrisey og Bob dylan. Morrisey byrjaði á slagaranum Panic og byrjaði ég ósjalfrátt að syngja með. Hann tók nokkra
slagara frá Smiths, en svo aðallega nýjasta efnið frá sóloferli sinum. Bob Dylan er ég nú ekki þaulkunnugur fyrir utan helstu slagarana, sem hann tók þvi miður mjög litið af. Ég áttaði mig samt sem áður loksins á þvi hvað hann JimiHendrix söng um í laginu sínu “Purple Haze” efit þessa tónleika. Fólk var greinilega búið að spara stærstu jónuna sína fyrir þetta kvöld.









Bestu tónleikarnir voru samt The Streets. Ég hafði eiginlega aldrei hlustað á þá (hann) fyrr en kvöldið áður. Þá skreið ég inní tjald og hugðiast fara að sofa, enda morgunnvakt framundann frá klukkan 0700. Sænsku stelpurnar við hliðiná mer voru hins vegar á öðru máli. Þau voru búnar að taka fram græjurnar sínar og spiluðu og sungu með vel (reyndar ekki) og lengi. Það var nú samt ekki hægt að biðja þeim að lækka í græjunum, enda var maður nú á Hróaskeldu, rokkhátíðinni milku. Ég lagði því bara niður og reyndi að sofna en það var ómögulegt. Ég fór því ósjalfrátt að hlusta á tónlista, og reyndist hún bara vera svona þvílíkt góð. Spiluðu þær m.a. The Streets og varð ég strax hrifinn. Ég gafst samt bráðlega upp á svefninum og fór ut til þeirra og fékk mér einn bjór.

Laugardagurinn var samt svo skringilega uppsettur að það voru aðeins einir tonleikar sem mig langaði til að sja og það voru Primal Scream, og því voru það bestu tónleikar dagsins. Að vísu sá ég töluvert af Scissor sisters og voru þeir mjög flottir og eiga nokkur mjög fín lög. Aðalástæðan var samt að ég vildi sjá þeirra útgáfur af Pink Floyd laginu “Comfartbly Numb”, besta lagið þeirra og góð upphitun fyrir sunnudaginn með Pink floyd.

Kannski aðalástæðan fyrir að mér fannst að laugardagurinn var svo skringilega uppraðaður, var að sunnudagurinn var svo þétt skipaður af mjög svo svipuðum böndum að ógerningur var að ná þeim öllum. Það var að vísu hægt að “sjá” þá flesta, en ef maður vildi “upplifa” þau líka, þá þurfti maður að mæta aðeins fyrr til að fá þokkalegan stað. En böndin sem voru í boði þann daginn voru allsvakaleg: Arctic Monkeys, The Strokes, Kaiser Chiefs, Placebo, Franz Ferdinand og svo bien suir Roger Waters. Ég náði að “sjá” Arctic Monkeys, því Ragnheiður og Þóra Stína voru að mæta á svæðið. Þegar þær voru komnar fórum við á The Strokes og voru þeir svakalega þéttir og skemmti ég mér konunglega, enda mikill áhangandi. Skömmu seinna stigu svo Franzararnir á svið og var bókstaflega stappað á 80.000 manna sviðinu og stemmingin svakalega. Fólk veifaði höndum í takt og tók vel undir. Frábærir tónleikar þar. Þá var nú farið að styttast í aðal event-ið; Roger Waters. Það var búið að stilla upp auka surround-hljóðkerfi fyrir þá tónleika, svo enginn ætti að fara á mis við hljómgæðin. Þegar fyrstu tónarnir byrjuðu að hljóma, lagið “Shine on you crazy diamond” að ég held, þá varð ég gagntekinn. Svo tók hann smá af solo efninu hans og svo nokkur aðra fleiri demanta líkt og “Wish you were here”. Ég var nú farinn að spyrja sjálfan mig hvort dagskránni hefði verið breytt því ekkert lag af Dark side of the moon var komið, og hétu tónleikarnir einmitt “Dark side of the moon”. Það fór því að renna upp fyrir mér hvernig kvöldið mundi fara og rann mér kalt vatn milli skinns og hörunds. Það var nefninlega farið að styttast í lokavatkina mína í sjálfboðavinnunni minni, og það allsvakalega. Ég hafði vonað að heyra svona 80% af tónleikunum, en hann byrjaði 10 mínútum seinna en hafði ætlað og klukkan var að verða hálf ellefu. Klukkan rúmlega hálf lauk hann einu laginu og sagði svo að hann ætlaði að taka tíu mínútna hlé og taka svo ALLA Dark side of the moon...Ég taldi niður mínúturnar en þurfti því miður af missa af meistaraverkinu sjálfu. Þegar ég var að labba út um hliðið heyrðust fyrstu tónarnir og mig langaði til að gráta...


Hér með lauk tónleika hluta hátíðarinnar. En það var margt eftir. Ég átti eftir að vinna á lokakvöldinu sjálfu, kvöldi sem er alræmt fyrir tjaldbrennur og nettu rugli, enda margir búnir að vera á svæðinu í viku djúsandi og reykjandi. Ég var þó að vinna nálægt tónleikasvæðinu svo ég heyrði óminn af tónunum frá tónleikunum. Það þýddi einnig að hörðustu gestirnir voru einnig samankomnir þar enda örstutt að fara á og af tónleikasvæðinu. Jæja, þá byrjar vaktin. Í stuttu máli held ég að ég geti sagt að ég hef aldrei séð annað eins. Við vorum settir í brunavakt og í heildina hef ég líklega slökkt í 20 tjöldum. Fólk var hreinlega sumir hverjir að ganga af göflunum. Sumir hópar fóru að rústa tjöldum, aðallega sínum eigin held ég, en með undantekningum þó. Fólk var farið að flýja af svæðinu og leist okkur ekkert á blikuna. Það var svo búið að reisa 3 metra háan “skúlptur” úr drasli og voru þeir alltaf að reyna kveikja í því. Við vorum því ekki vinsælustu mennirnir á svæðinu þegar við komum og slökktum í því. Oftast var þessu þó slegið uppí grín og fólk var búið að búa til söng um “verðina í appelsínugulu vestunum” og hvað þeir eyðileggja allar brennur. Löggan mætti svo á svæðið ásamt gæslunni og róaði það mannskapinn nokkuð. Þarna voru tonleikarnir alveg að klárast og tugþúsundir manna streymdu nú í gegnum svæðið. Brjálæðið hélt áfram, en við vorum farnir að taka þessu með meiri ró. Þessi nýju tjöld eru þannig gerð að þau brenna ekki hratt, öfugt við gömlu tjöldin sem bókstraflega fuðra upp. Ekki veit ég hvort mikið var af þannig tjöldum á svæðinu við hliðiná okkar, en við og við heyrðust fagnaðaróp koma þaðan, og tvegja metra háar eldtungur blöstu við okkur. Sem betur fer vorum við ekki að vinna þar. Annars var fólk almennt ótrúlega vingjarnlegt við okkur, gaf okkur að drekka, mat, eða lýsti yfir ánægju þeirra á strafi okkar.

Kvöldið gekk því svona fyrir sig að mestu, en um klukkan 0300 spurðum við okkur að því hvað mundi gerast þegar “monster” diskóið sem var haldið rétt hjá yrði yrði búið. Það var haldið á næst stærsta tonleikavæðinu og það var þvílíka krafturinn þar í gangi og nokkur þúsund manns að dansa og skemmta sér. Ég hefði aldrei getað ímyunda með hvað gerðist þegar því lauk seint og síðar meir. Fólkið streymdi út með bassann dynjandi í líkamanum og hjartað pumpandi á fullu. Ég hef aldrei orðið vitni af jafn jákvæðari tjáningnu á þessu líkams og andlega ástandi sem þetta fólk var í. Hvað gerir fólk sem vill dansa og tónlistin er engin? Það býr til sína eigin tónlist. Fólk greip í það sem því var hendi næst, oftast brotin tjaldstöng, bjórkassa, og fór að berja því saman á fullu, búandi til takt sem með tímanum náði saman og úr varð þvílíka stemming sem ég vill líkja við e-ös konar “tribal gathering” í Afríku eða þvíumlíkt. Fólk var í algerum algleymingi, berjandi í allt sem það náði í, flöskur , bjorkassa, götuna, gáma og sumir voru með flautur eða bongótrommur. Fólk var meira segja farið að dansa við taktinn. Magnað að fylgjast með þessu. Þetta hélt síðan áfram tímunum saman og fleira fólk bættist við. Þetta hafa örugglega verið rúmlega hundrað manns þegar hæst stóð. Þessi hömlulausa hegðun endaði svo um klukkan hálf sjö um morgunninn þegar þeir sem eftir voru fóru í skrúðgöngu um svæðið berjandi í allt sem þau komu nálægt til að búa til nýja hljóma. Betra Stomp atriði hef ég aldrei séð. Því miður voru batteríin í myndavelinni minni búin en þetta á eftir að lifa í minningunni...Þetta hefði ég líklega aldrei upplifað hefði ég ekki verið að vinna.

Restina set ég fram í punktaform, enda yrði þetta álíka langt og mastersritgerðin ef ég héldi áfram á sama róli.
· Nektarhlaupið sem fór fram á svæðinu mínu. Náunginn sem vann það, gerði það í fjórða skiptið í röð, og fær að verðlaunum miða fyrir tvo næsta ár. E-r áhugasamir??
· Vatnið sem hægt var að dýfa sér oní og skola af sér rykið og kæla sig
· Allir rokkararnir með tattúin sín, dreadlokkana, eða hanakampa, osfrv. sem setja svo skemmtilegan svip á hátíðina.






· Klósettvaktin mín sem stóð yfir í tvo tíma
· Á þessari vikulöngu, 100.000 manna hátíð, held ég held að engin nauðgun hafi verið kærð, og engin slagsmál sá ég. Að vísu voru tilkynntar um 300 þjófnaðir.
· Ég var líklega sá eini sem tók meiri farangur með sér heim en á hátíðina. Núna á ég glænýtt tjald, stóra uppblásan dýnu, útileguteppi og ýmist smádót.
· Hlakka til að sjá myndasafnið sem allir eiga eftir ferðina, en í 20 manna hóp voru allir með vélar. Myndirnar koma seinna.
· Ég hef aldrei séð jafn mikið ad hassi, ekki einu sinni í sjónvarpinu. Náunginn sem var að vinna með mér hafði keypt 23 grömm af hassi fyrir hátíðina!! Kannski að það eigi sinn þátt í því að hátíðin var jafn friðsæl og raun ber vitni?
· Almenn vingjarnlegheit hátíðargesta. Meðan eg var að vinna kom folk ósjaldan upp að okkur til að spjalla, gefa okkur bjór, mat eða jafnvel knús. Oft endaði það á því að óska okkur góðrar vaktar eða hrósa fyrir gott starf.
· Silent diskóið, sem var stort tjald þar sem allir voru dansandi við algera þögn. Þegar betur var að gáð höfðu allir heyrnatól á höfðinu.
· Allir gjörningarnir, listaverkin, og aðrar uppákomur sem var nóg af til að njóta.
- sjá Ragga elda heilann úrbeinadan hamborgarahrygg med tveimur einnota grillum ásamt nokkrum kolum og álpappír.
- Ad hitta Ágúst Bjarklind, gamlan og gódan bekkjarfélaga úr Hvassleitisskóla. Hann er víst búinn ad eiga heima í Árósum seinsutu tvø ár. Heimurinn er víst ekki svo lítill eftir allt.
-Thessir tveir fánar. Thessi med geimverunni og beljunni er buinn ad vera seinustu 5 arin a.m.k., en hann virdist hafa hrundid af stad bylgju, tvi tad mátti sjá thónokkra beljurídingarfána á thessari hátíd








· Margt, margt fleira...



Vona ad tid hafid notid lestursins

Kv
Gunni Hróaskelfir


bönsj af myndum hérna

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed