sunnudagur, júlí 16, 2006

Á Íslendingaslóðum

Ég held að við þurfum ekki að hafa peningaáhyggjur næstu misseri ef nýja áætlunin okkar gengur upp. Við fórum í dag í ferðina “Á Íslendingaslóðum í Köben” með honum Guðlaugi Ara. Okkur fannst heldur dýrt að borga 130 kall á manninn svo við eltum þau bara og þóttumst vera hollenskir ferðamenn að skoða e-ð annað þegar hann stoppaði. Stefnan er að fara í tvo til þrjá túra í viðbót og punkta allt niður sem hann segir, og byrja svo með okkar eigin ferð sem mun heita “Íslendingar í Köben fyrr og síðar...Voru þetta allt fyllibyttur?”. Gulli er með sunnudaga og miðvikudaga, en við vorum meira að spá í mánudaga og fimmtudaga. Við munum biðja aðeins um 100 kall, með von um að verðmunurinn muni skila fleiri gestum til okkar en hans! Hann á örugglega bara eftir að fagna samkeppninni. En túrinn var alger snilld, mæli eindregið, jafnvel tvídregið með henni!

e.s. myndirnar frá Keldunni voru að detta inn...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed