þriðjudagur, júlí 18, 2006

splash!

Skelltum okkur í sund í gær. Fyrsta skiptið síðan um jólin sem ég geri slíkt, enda komast sundlaugar í Danaveldi ekki í hálfkvisti við þær íslensku, þar sem vatnið er oftast nær í besta falli volgt. Það kom þó ekki að sök í gær þar sem veðrið hefur verið himneskt að venju og því ekkert nema svalandi að skella sér í útilaugina. Það sem stóð hins vegar uppúr voru stökkbrettin. Samtals 7 bretti voru á svæðinu, allt frá eins metra uppí 10 metra. Við vorum þó alveg eins og smákrakkar við hliðiná þessum innfæddu smákrökkum þarna, sem hikuðu ekki við að henda sér, jafnvel dýfa sér, fram af 7,5 og 10 metra pöllunum. Enda er varla ein einasta laug heima með stökkbretti!! Það er bara alveg óskiljanlegt, sundhöllin er sú eina sem ég veit um, en hún er nú ekki sú skemmtilegasta. Fyrir vikuð vorum við að uppgvöta okkur sjálf á nýjan leik, með því að “overskride vores grænser” og gerast djarfari og djarfari....á eins metra brettinu :) Við vorum þó komin kokhraust á þriggja metra brettið áður en yfir lauk, og gerðist ég svo hugaður að láta mig gossa á því 7,5 metra. Ég ákvað að láta 10 metra vera í bili, því það verður nú að vera e-ð eftir þangað til næst...

2 Comments:

At 10:31 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

bloooooggggga!!!

kv.tinna

 
At 11:11 f.h., Blogger Drekaflugan said...

Það er gaman að vita til að síðan á sér fasta lesendur, ég vona samt að fráhvarfseinkennin séu þeim ekki of megn :) ,sérstaklega nú þegar við förum til Króa nú á miðvikud. Þá er bara að kíkja á gamla stöffið ...:)

 

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed