sunnudagur, júlí 16, 2006

Mezzin it up...

Jæja, nú er það stoltur eigandi nettengingu sem bloggar úr sinni eigin stofu!

Dagurinn í dag búinn að vera mjög ánægjulegur. Erum búin að dóla aðeins í miðbænum og sötra uppáhaldsdrykkinn minn þessa dagana, ískaffi. Er meira að segja farinn að gera þá ansi góða heimavið. Birti þessa einföldu uppskrift hér fyrir neðan. Eftir kaffihúsaröltið sóluðum við okkur í Kongens Have með Reggí og Birni og náði ég að vinna aðeins í litnum á bakinu. Er bara nokkuð sáttur við árangurinn. Síðan skelltum við okkur á djúsí tónleika með Mezzoforte, sem var liður í djazzhátíðinni hérna. Hef ekki farið áður á svona alvöru djazztónleika, og skemmti ég mér mjög vel. Var sérstaklega gaman að sjá þá skiptast á að taka sóló og sjá fílinginn skína úr andlitinu.
Á morgunn ætlum við svo að túristast aðeins meira, og kafa dýpra í borgina. Við verðum ekki á okkar eigin spítum, því við ætlum að fara með Guðlaugi Arasyni, sem er búinn að skrifa tvær bækur um Köben; “Kaupmannahöfn, meira en Strikið” (kemur sumum á óvart :) , og svo “Á Íslendingaslóðum in the big K”. Það verður án ef fróðlegur túrlestur.

Ískaffi
  • Hellið espressókaffi í glas, mæli með tvöföldum espressó.
  • setjið 5-6 klaka útí
  • fyllið upp með nýmjólk
  • gerið drykkinn sætari, smá sykur er nóg, en ef þið eigið e-s konar kaffisírúp mæli ég eindregið með því

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed