þriðjudagur, maí 30, 2006

We have liftoff...soon


Þá verður þessi keðjuverkun ekki stöðvuð. Sambandi við umheiminn verður komið á eftir u.þ.b. tvær vikur ef að tenging alnetsins og símans gengur að óskum. Þá verður kærkomið Skype-ið nýtt að nýju eftir langt hlé og fáa en háa símreikninga. Það hefur annars verið bara ágætt að vera án internets, við höfum haft e-ð við tímann að gera, Ragnheiður er búin að vefa stórt teppi og búa til stórt bútasaumsteppi, ég búinn að skrifa ævisögu mína uppað 19 ára aldri. En bráðlega verður þeirri vitleysu lokið og við komumst aftur á netvafrið og í bloggskoðun.
Ég ætla svo að birta seinustu vísbendinguna yfir nafnaleiknum sem hefur svo sannarlegið slegi í gegn hér á síðunni. Mig grunar að þessi segi mun meira en hinar, amk vona ég það.

Fyrir þá sem standa enn á gati þá leynist myndin í fullri stærð á þessum myndalink, ásamt fleiri myndum yfir bardúseríi seinustu vikna. Vona samt ég sjái eina eða tvær ágiskanir.
Er annars u.þ.b. hálfnaður með meistarastykkið. Ég stefni þó ekki á að vera jafnlangan tíma með seinni helminginn, en það fer að sjálfsögðu eftir því hve duglegur maður verður í sumar með sólinni og öðrum tilheyrandi freistingum. Poj Poj...

miðvikudagur, maí 24, 2006

Guess who´s back,,,?

Sæl veridi øllsømul eg heiti Ragnheidur og var eitt sinn fyrir langaløngu medlimur i tessu bloggi undanfarna manudi hefur Gunni stadid einn i tessu tvi eg hef hvorki tima ne internetadgang til ad blogg ef eg er ekki i skolanum ta er eg i vinnunni og ekkert net ennta heima hja okkur.
Sidasta helgi var med eindæmur hress og skemmtileg. Hjørdis, Kristin H, Kristin Erla, Kristin Rut, Johanna og Iris komu i heimsokn og var mikid gert ser til skemmtunar nokkur dæmi. Horft a Silviu Nott puada af svidinu i Grikklandi, Drukkid Mohijto, Verslad i Fields, Fredriksbergcentret og Strikinu, Bordadur godur matur og leleg tjonusta fengin og sungid af lifs og salar krøftum i karioki a Sams bar. Einnig komu Margret og Leifur A.k.a. Svigerforældrene i heimsokn. Forum fint ut ad borda med teim a Umami og tau syndu okkur ymsa spennandi islendingastadi i kaupmannahøfn og vid kiktum lika a Kaupmannahafnarmaratonid a sunnudeginum. Vid hlupum reyndar ekki en kanski seinna eda kanski ekki,kanski hleypur Gunni næsta ar aldrei ad vita.
Eg var ad klara seinustu sundprofin adan, seinasta profid var ad gera 6 mismunandi stungur af bretti uti i 10 stiga hita og vindi og laugin var ekki upphitud aaaaarrrrghggggurinn aldrei vitad ad neitt gæti verid sona kallt. Eg gerdi høfudstungu, snuning, kollhnis og fleira man ekki venga kuldaskadi i hausnum.
Eg skila svo verkefni 15 juni og ta er eg næstum buin eda 29 juni verdur vørnin a verkefninu. Okei ekki Bachelor samt sko nei nei enn eitt og halft ar i tad.
Svo skulum vid bara bida og vona ad eg geri tetta aftur. Gera hvad aftur ju blogga. Eda hvort tetta se bara svona once in a lifetime.
yfir og ut Ragnheidur sem er ennta kalt og verdur ørruglega veik eftir utisundhoppin

þriðjudagur, maí 23, 2006

Ummmm....UMAMI

Fórum út að borða á rugl flottum stað núna á laugardaginn. Staðurinn hér UMAMAMI og er japanskur staður sem er búið að aðlaga að evrópskum matarháttum. Ef ég ætti að lýsa staðnum myndi ég reyna lýsa honum sem blöndu af partýstemmingu og kvöldverði. Það var nefninlega bar inná staðnum með nokkuð grúví tónlist svo manni leið eins og maður væri staddur í partýi, og ansi heitu í þokkabót (ég var amk að stikna þarna inni). Þetta var líka sá flottasti sem ég hef komið inná, því allt var eins og listaverk þarna inni (modern list), geðveikt cool lýsing alls staðar, diskarnir líklegast hand made og hnífapörin voru frá Rosendahl (ef að við hefðum stungið þeim inná okkur hefðum við líklegast komið út á sléttu :)
Ég var nú alveg blautur á bakvið eyrun í þeirri matargerð og hafði ekki einu sinni smakkað sushi, svo ég leyfði nú bara einum við borðið að panta fyrir mig, og ekki var ég svikinn. Pöntuðum fullt af smáréttum fyrir fjóra og gat því smakkað fullt af bragðgóðum réttum. upplifun.

Hver er svo maðurinn...?


koma svo, má ég nú fá nokkrar ágiskanir í þetta skiptið

total eclipse of the heaaart...


Stuð hjá stelpunum í saumó

þriðjudagur, maí 16, 2006

Rock on!

Tad var skellt ser a rokktonleika um daginn med theirri mognudu sveit Radiohead, og rættist thar med langtrádur draumur minn um ad sja thessa snillinga a svidi. Var sma banginn vid ad their myndu taka einungis nytt efni a tonleikunum, sem getur stundum verid ansi thungt. En their spiludu goda blondu af sløgurum of klassikerum, og for madur mjøg sattur heim.ofugt vid tad sem hefur verid talid, thá er ekki alltaf kostur ad vera lágvaxinn.


Eg tek samt aftur tad sem eg sagdi her um ad nu væri tækifærid ad sja svona godar midlungsstorar hljomsveitir (tho ad Radiohead se alls ekki midlungsstor), tvi tad er eflaust vandfundid betra urval a tonleikum um thessar mundir en einmitt heima a klakanum: Badly Drawn Boy, Echo and the Bunnymen, Supergrass, og eg veit ekki hvad og hvad. Hefi mikid verid til i ad sja oll thau bond. En madur getur nu ekki verid a ollum stødum i einu, en eg get talid nidur daga thar til eg sé: Massive Attack, Beck, vonandi allan sunnudaginn á Hróaskeldu (their eru ad spá í ad hætta med thá venju :( ), og vonandi nokkra tonleika i vidbot. Svo er allt danska støffid

En ég bid ykkur vel ad lifa

Allt í hers höndum (Allo ´Allo)

good moaning!

Það var annaðhvort þessi titill eða þá “lognið á undan storminum”. Mér fannst bara Allo Allo tilvitnunin að tilvalin....tilvalin tilvitnun. Þeir sem átta sig á henni, eru velkomnir að láta vita, svo ég viti að hún fari ekki í súginn.
Allaveganna, þá er sólin farin í bili einmitt þegar Íslendingarnir koma í heimsókn, ansi óheppnir. En það er víst búið að vera fínt veður líka heima, svo við skulum ekki vorkenna theim neitt allt of mikid. En ég segi Íslendingarnir því það er von á nokkrum hollum núna í vikunni. Þetta byjar rólega klukkan 6 í kvöld þegar ég fer og næ í pabba á flugvöllinn og gistir hann hjá okkur núna í nótt en fer síðan á morgun að ráðstefnast og verður á hóteli. Það verða hins vegar þrjár vinkonur Ragnheiðar sem koma í hans stað og það mun því verða eins og í kvennabúri hérna næstu daga. E-ð af vinkonum hennar bætast svo í hópinn en þær gista annars staðar. Það er nefninlega saumó núna í vikunni. Mamma bætist svo í hópinn á föstudaginn en ætlar að eiga huggó helgi útí sveit með pabs sökum mannmergðar hér. Það er aldrei að vita hver á eftir að troða sér á milli þeirra og kúra eins og í gamla daga.....þetta var væmið :)
Ofan á þetta bætist svo að Gerður og Kjarri eru sömuleiðis að taka á móti tveimur hollum af gestum, svo við ættum bara að geta haldið hið ágætasta Eurivision partý hérna á fimmtudaginn, og vonandi laugardaginn líka. E-r fleiri sem ég gleymi...? Held ekki. Ég segi bara það verða pottþétt mörg stigin sem Silvia Night á eftir að fá frá Danmörku, og þá meina ég ekki frá Dönunum sjálfum...

Hver er madurinn?


Stort er spurt. Byrjum á thessu og svo geta bæst vid fleiri pusl.

mánudagur, maí 08, 2006

tveir mjúkir

Nýjasta "þingið" hjá mér þessa dagana er að gera mér ávaxtasmoothie, og varð ég mér út um eina þrælgóða og ódýra uppskrift að einum slíkum.

1 stk banani
nokkur stk heslihnetur (þessar sem eru eins og rottuheilar í laginu) - holl orka
klaki
kókosmjöl
sykur (gerir lífið sætara)...
...og nýmjólk (gefur svona meira "shake" áferð)

blandist í blandara

þetta er ágætis orkubomba. prófið þessa og segið mér hvað ykkur finnst.

drykkur 2
Annar delicious drykkur er hinn indverski Mango Lassí. Ég er nýbúinn að fá þessa uppskrift í hendurnar og þakka ég honum Árna Richardi fyrir að kynna mig fyrir honum. Gamall Frægðarmaður þar á ferð sem stefnir núna hraðbyri á frægð í hlaupaíþróttum. Allaveganna, hér kemur drykkurinn:

1 þroskaður mangóávöxtur
1-2dl hreint jógúrt
4-8 ísmolarca.
1 tsk vanillusykur
2 msk sykur (eða hunang)

Þetta er allt hrært í blender í 2 mínútur og framreitt strax í glösum.
Það má líka nota frosin jarðarber í staðinn fyrir mangó og ísmola. Það heitir þá eitthvað annað, til dæmis Jarðaberja lassí.

Er annars opinn fyrir fleiri góðum. Ætla að tölta niður á kaffihúsið sem selur þessa drykki og prufa fleiri :)

föstudagur, maí 05, 2006

Smárinn í United!

Já nú er sumarið alveg að bresta á, gott ef það er ekki þegar komið. Það þýðir að maður verður að beita sig enn meiri aga til að vinna í meistarastykkinu sínu (þetta er nú meistaranám). Þið getið bráðum kallað mig Maestro!
Annars er ekki mikið í fréttum, nema jú að Ragnheiður lenti í árekstri í gær! Já, sem betur fer slasaðist hún ekkert og hrósum við happi okkar fyrir því. Ég var að tala við hana í síma þegar hún var að hjóla úr skólanum í sólskinsskapi og ætlaði hún svo sannarlega að njóta góða veðursins og gera...Svo heyri ég bara eitt öskur og sambandið slitnar...! Mig grunar strax hvað hafði gerst og hringi og hringi en enginn svarar. Ég er farinn að óttast ansi mikið og vona bara ekki að e-r Dani svari símanum því það gæti verið ávísun á e-ð mjög slæmt. Sem betur fer svarar hún og segir að allt sé í lagi...þótt það greinilega sé ekki.
Þá hafði hún klesst á afturhliðina á vinnubíl sem var að koma keyra út úr innkeyrslu en sá hana ekki, n.b. hún hjólaði öfugu megin á hjólastéttinni. Hún fleygist af hjólinu og bíllinn stoppar í smástund. Maðurinn heldur að hann hafi keyrt utan í vegg eða e-ð og ætlar að fara aftur að stað og Ragnheiður liggjandi eftir á götunni! Hún nær að öskra á hann svo hann stoppar. En hetjan okkar stendur upp ómeidd dustar af sér rykið og flýgur á brott...the end...Nei ekki alveg, en hún var ómeidd fyrir utan nokkrar skrámur, en hjólaði samt á slysó til að ganga úr skugga um það. Já, svona gerast slysin.

þriðjudagur, maí 02, 2006

MÁNUDAGUR TIL MÆÐU?Ekki a.m.k. hér í Köben, því þá var mánudagur flestum til mikillar gleði. Við erum hérna stödd í Fælledparken (sameiginlega garðinum) þar sem verið er að halda uppá 1. maí með þvílíku fylleríi. Svo miklu að þetta minnir mann eiginlega á þriðja dag á Þjóðhátíð. Maður var nú eiginlega ekki í alveg í þeim hugleiðingunum enda mánudagur og það er bara e-ð innbyggt í mann sem stríðir á móti svoleiðis djammi. Er þetta kannski bara merki um elli? En Daninn var nú aldeilis ekki á þeim skónum enda 1, maí partýdagur mikill. Í dagblöðunum stóð meira að segja að að dagurinn hefði einkennst af “sól, velferð og öli”, “ræðurnar hljóma betur með öli” og “ræðunni skolað niður með einum köldum”.

náði þessari ágætu mynd fyrir algera slysni Posted by Picasa

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed