mánudagur, maí 08, 2006

tveir mjúkir

Nýjasta "þingið" hjá mér þessa dagana er að gera mér ávaxtasmoothie, og varð ég mér út um eina þrælgóða og ódýra uppskrift að einum slíkum.

1 stk banani
nokkur stk heslihnetur (þessar sem eru eins og rottuheilar í laginu) - holl orka
klaki
kókosmjöl
sykur (gerir lífið sætara)...
...og nýmjólk (gefur svona meira "shake" áferð)

blandist í blandara

þetta er ágætis orkubomba. prófið þessa og segið mér hvað ykkur finnst.

drykkur 2
Annar delicious drykkur er hinn indverski Mango Lassí. Ég er nýbúinn að fá þessa uppskrift í hendurnar og þakka ég honum Árna Richardi fyrir að kynna mig fyrir honum. Gamall Frægðarmaður þar á ferð sem stefnir núna hraðbyri á frægð í hlaupaíþróttum. Allaveganna, hér kemur drykkurinn:

1 þroskaður mangóávöxtur
1-2dl hreint jógúrt
4-8 ísmolarca.
1 tsk vanillusykur
2 msk sykur (eða hunang)

Þetta er allt hrært í blender í 2 mínútur og framreitt strax í glösum.
Það má líka nota frosin jarðarber í staðinn fyrir mangó og ísmola. Það heitir þá eitthvað annað, til dæmis Jarðaberja lassí.

Er annars opinn fyrir fleiri góðum. Ætla að tölta niður á kaffihúsið sem selur þessa drykki og prufa fleiri :)

3 Comments:

At 12:45 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Smoothies eru sniiiilld - góðar uppskriftir, er farin út í búð að kaupa rottuheila og fleira.

 
At 7:14 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hvað ætlið þig að vera lengi þarna úti....er einhver heimstefna ákveðin?

 
At 10:31 f.h., Blogger Drekaflugan said...

Við erum ekkert á leiðinni strax, nema kannski til Króatíu í júlí!! en við verðum hér a.m.k. eitt og hálft ár til viðbótar, eða þar til RAgnheiður er búin með námið

 

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed