Allt í hers höndum (Allo ´Allo)
good moaning!
Það var annaðhvort þessi titill eða þá “lognið á undan storminum”. Mér fannst bara Allo Allo tilvitnunin að tilvalin....tilvalin tilvitnun. Þeir sem átta sig á henni, eru velkomnir að láta vita, svo ég viti að hún fari ekki í súginn.
Allaveganna, þá er sólin farin í bili einmitt þegar Íslendingarnir koma í heimsókn, ansi óheppnir. En það er víst búið að vera fínt veður líka heima, svo við skulum ekki vorkenna theim neitt allt of mikid. En ég segi Íslendingarnir því það er von á nokkrum hollum núna í vikunni. Þetta byjar rólega klukkan 6 í kvöld þegar ég fer og næ í pabba á flugvöllinn og gistir hann hjá okkur núna í nótt en fer síðan á morgun að ráðstefnast og verður á hóteli. Það verða hins vegar þrjár vinkonur Ragnheiðar sem koma í hans stað og það mun því verða eins og í kvennabúri hérna næstu daga. E-ð af vinkonum hennar bætast svo í hópinn en þær gista annars staðar. Það er nefninlega saumó núna í vikunni. Mamma bætist svo í hópinn á föstudaginn en ætlar að eiga huggó helgi útí sveit með pabs sökum mannmergðar hér. Það er aldrei að vita hver á eftir að troða sér á milli þeirra og kúra eins og í gamla daga.....þetta var væmið :)
Ofan á þetta bætist svo að Gerður og Kjarri eru sömuleiðis að taka á móti tveimur hollum af gestum, svo við ættum bara að geta haldið hið ágætasta Eurivision partý hérna á fimmtudaginn, og vonandi laugardaginn líka. E-r fleiri sem ég gleymi...? Held ekki. Ég segi bara það verða pottþétt mörg stigin sem Silvia Night á eftir að fá frá Danmörku, og þá meina ég ekki frá Dönunum sjálfum...