þriðjudagur, maí 02, 2006

MÁNUDAGUR TIL MÆÐU?



Ekki a.m.k. hér í Köben, því þá var mánudagur flestum til mikillar gleði. Við erum hérna stödd í Fælledparken (sameiginlega garðinum) þar sem verið er að halda uppá 1. maí með þvílíku fylleríi. Svo miklu að þetta minnir mann eiginlega á þriðja dag á Þjóðhátíð. Maður var nú eiginlega ekki í alveg í þeim hugleiðingunum enda mánudagur og það er bara e-ð innbyggt í mann sem stríðir á móti svoleiðis djammi. Er þetta kannski bara merki um elli? En Daninn var nú aldeilis ekki á þeim skónum enda 1, maí partýdagur mikill. Í dagblöðunum stóð meira að segja að að dagurinn hefði einkennst af “sól, velferð og öli”, “ræðurnar hljóma betur með öli” og “ræðunni skolað niður með einum köldum”.

náði þessari ágætu mynd fyrir algera slysni Posted by Picasa

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed