miðvikudagur, apríl 26, 2006

photo update

Skellti nokkrum myndum inn.

þriðjudagur, apríl 25, 2006

leikskýrsla frá fyrsta leik sumarsins

Já, þrátt fyrir að maður hafi nú í gegnum tíðina spilað með mörgum þekktum stórliðum á borð við Styrk, Fc Fame , Sparkfjelaginu Heklu og nú síðast If Guðrúnu og haft misjafna dómara þá held ég að ég hafi aldrei séð einn jafn skrautlegan í útliti og þennan sem dæmdi leikinn okkar á sunnudaginn. Allaveganna er þessi “dæmigerði” dómari ekki með sítt hár niður fyrir axlir ásamt miklu og síðu skeggi með sólgleraugu, og mjög svo hokinn í baki og grannur. Var hálf broslegt að fylgjast með honum hlaupa um völlinn. Grunaði svona fyrst að þeir hefðu lent í dómaravandræðum og kippt e-m manni af götunni til að leysa verkefnið, en það hvarf svo þegar leikurinn byrjaði, því leikinn dæmdi hann vel.
Annars var þessi leikur ekki til að minnast fyrir nein glæstilþrif enda drullan allasvakaleg. Svo náði ég líka að gleyma fótboltaskónum heima, tók búninginn frá hjátrúarfullum fyrirliðanum óvart), og nældi mér svo fljótlega í gult spjald (það fyrsta á ferlinum minnir mig, Vúhú!), en var svo rekinn útaf í 10 mín (dóh!). Svo voru mótherjarnir frá Bretlandeyjum og spiluðu svo hrikalega fast að Íslendingarnir hálfbliknuðu í samanburði, og oftast höfum við það orð á okkur að vera fastir fyrir hér í Danmörku. Og leiknum töpuðum við 2-0. Gerum bara betur næst, gleymi allaveganna ekki skotskónum heima aftur :)

e.s. annars legg eg til ad Hallgrimur Helga verdi gerdur ad gamanmálarádherra thjodarinnar sem fyrst, madurinn er séní!

föstudagur, apríl 21, 2006

hvernig fær maður sér svona ADHD?

Jæja, þá eru fyrstu skil ritgerðarinnar í höfn. Var að senda um 16 síður af sæmilegu efni til leiðbeinanda míns sem var að ég held orðinn ansi óþreyjufullur. Efnið samanstóð af almennri lýsingu á ADHD hjá bæði börnum og fullorðnum líkt og sögunni bak við röskunina, einkenni, útbreiðslu, meðferð ofl.

Ég sé það nú að það er hægt að líta á “björtu” hliðarnar ef viðkomandi er með röskunina. Fólk með adhd er oft með ofbeldisröskun á yngri aldri, há tíðni af drykkju og eiturlyfjamisnotkun, skiptir oft um maka, líklegra til að reykja, stundar áhættusama hegðun líkt og ofsaakstur. Þetta gæti bara verið hinn mesti rokkari! Við þetta bætist reyndar há tíðni af þunglyndi og kvíða.

Svo eru það sumir sem vilja ganga svo langt að kalla þetta “gift”. Ég held reyndar að það sé full langt gengið þar sem höfundar bókarinnar virðast gefa sér að flestir þessara einstaklinga hafi verið með ADHD. Að auki vantar töluvert upp á til að slík greining er gerð, líkt og greinargóðar upplýsingar úr barnæsku. Það gæti hins vegar vel verið rétt, því þrátt fyrir að börn með adhd séu með einbeitingarörðugleika, þá virðast þau geta fundið sér hugðarefni sem erfitt getur reynst að slíta athygli þeirra frá og þá getur þessi mikla orka komið sér vel. E-r komment hér eða reynslusögur? Hvernig var þetta aftur með Magnús Scheving og hans Latabæ?

Það reynist greinilega erfitt að slíta sig frá ritgerðarefninu og held ég að ég sé komin bara vel á veg með efni í aðra ritgerð :) Ég held samt að mér verði ekki mikið meira úr verki í dag, og ætla bara fara og verðlauna mig í tilefni skilanna og að það sé föstudagur. Skoðun á sveppnum undir nöglinni á mér hljómar því vel í þessu tilviki.

mánudagur, apríl 17, 2006

Skyr.dk

Annars er tad helst i frettum ad eg er buinn ad finna skyr i verslununum herna, mer til mikillar anægju. Skyr er thessi skyndibit sem mer (heilsufrikinu) hefur helst vantad. Tad nær ad metta mann vel og lengi og inniheldur nog af protinunum godu fyrir ræktina. Skyrid kallast her "fromage frais", en n.b. ekki "créme frais" (syrdum rjoma), eins og einn felagi minn komst ad thegar hann torgadi 500gr af sliku um daginn med mikilli horku, en mer til mikillar skemmtunnar...hehe nasty boy. En tad er annars svona hvitt og ohrært, eins og tad gerist best...RIGHT! Ad sjalfsogdu skellir eg tvi i mixerinn og læt frosin jardaber og jafnvel einn banana eda svo fylgja med...ekki slæmt tad

The simple life

Já, tad var gaman ad koma aftur til Árósa og heilsa uppá lidid. Thetta var kannski i seinasti skiptid sem vid sjaum suma i bili thar sem nokkir voru farnir ad huga ad heimferd til Islandsins góda. Tad eru thó enn tvø ár í tad hjá okkur í tad minnsta. En já, vid gerdumn tad sem vid ætludum okkur ad gera sem var ad slappa af, heimsækja vini og vandamenn og lifa thokkalega ljúfu lífi. Vid vorum dugleg ad spila og fórum út ad borda og svo vildi svo heppilega til ad góda vedrird lét á kræla.
Tad var reyndar svolitid skrítid ad heimsækja Århus eda "sveitina" eins og ég kalladi hana thegar ég rakst á innfædda. Tad er nefninlega ágætis rígur milli Árósa og Køben eins og gengur og gerist milli landshluta, svo ég setti stundum up stórborgarsvipinn svona til ad rugla adeins i fólki og sagdist tid dæmis bara ekki skilja hvernig hægt væri ad vera án Metro eda lestarkerfis inní borginni :) Vona bara ad sem flestir hafi áttad sig á tví :)

fimmtudagur, apríl 13, 2006

Great

Gunni a ekki allt of langt eftir samkvæmt þessu

How Will I Die Quiz

How Will I Die Quiz

You will die at the age of 46

You will die by choking while trying to eat a live hamster

Find out how you will die at Quizopolis.com

Quizopolis

skritnar kannanir

Ja tad er hægt ad gera ymislegt a netinu

How Will I Die Quiz

How Will I Die Quiz

You will die at the age of 85

You will be killed when the chimpanzee's rise up and take control of the planet

Find out how you will die at Quizopolis.com

Quizopolis

þriðjudagur, apríl 11, 2006

Guess who´s coming to Århus? And this time, they ain´t taking any prisoners !!!

jæja, thá er flest allt ad falla í ljúfa lød heima fyrir. Vid erum búin ad taka allt uppúr køssunum og koma haganlega fyrir, setja saman skápa og hillur sem er nú nokkud sem ég var buinn ad gleyma hvad væri skemmtilegt :) Íbúdin er sem sagt ordin voda kósý...svo tad er ekki seinna vænna en ad rífa sig uppaf rassagtinu og bregda borg undir fót. Já, thá er loksins búid ad ákveda hvad vid munum gera um páskana...tad verdur pílagrímsferd til Árósa frá fimmtudegi til sunnudags! New York og Lúxemborg verda bara ad bída betri tíma, sem vonandi samt koma brátt. Tad verdur gaman ad hitta félagana aftur (vonandi sem flesta), ásamt litlu krílunum sem eflaust hafa dafnad heilmikid...tad eru jú tveir og hálfur mánudur sídan vid fluttum. Tad væri svo ekki leidinlegt ad ná einni æfingu eda svo med Sparkfjelaginu og prufa nýju Hit- and run to Copenhagen taktíkina mína. Allaveganna er stefnan d gista hjá Emil og Lóu, og sømuleidis hjá Bjørgu og Abba- Thau verda eflaust himinlifandi á ad sjá okkur :)

miðvikudagur, apríl 05, 2006

Ég held að það sé kominn tími á pásu!

djöfull langar mig að skjóta gaurinn við hliðiná mér núna!!! Ég hef bara aldrei séð annan eins hamagang og heyrt jafn hávær slög á lyklaborðið síðan í gamla daga í þegar ég vann sem innsláttameistari hjá ODDA. Það er eins og að lyklaborðið sé eldagamalt (en ekki glæný Apple) og stimpli ekki inn stafi nema maður slái af öllu afli! Svo skrifar hann svo hratt að hann verður að hamast á "delete" takkanum í á tíu sek. fresti því það er svo mikið af innsláttarvillum. Maðurinn er á 4 STÓRA kaffibollanum sínum og rífur bréfið utanaf hverju sælgætisstykkinu á fætur öðru og er líklegast í óða önn að skila e-u verkefninu. Hvers á ég að gjalda?
Hann er jafnvel verri en sá sem er hinu megin við mig og getur ekki hætt að horfa á mig. Um leið og ég sný mér aðeins í áttina að honum (n.b. til að lesa í bókinni) þá þarf hann bara alltaf að horfa beint á mig...og hann hættir ekkert. Svo alltaf þegar ég stend upp (sem er ansi oft:) þá þarf hann að snúa sér við og fylgjast með öllum mínum hreyfingum. Sömuleiðis þegar ég sest þá er það greinilega mjög merkilegt. Það er svolítið þreytandi og ég tali ekki um óþægilegt.

Ég held ég þurfi ekkert að fjölyrða um að þetta er ekki búinn að vera minn mest productive dagur, þar sem þetta er annað bloggið mitt í dag á bókasafninu :)

Home sweet home

Ohhh...hvað það var þægilegt að horfa á fótboltann í sínu eigin sjónvarpi, sínum eigin sófa í sinni EIGIN ÍBÚÐ. Yes, it´s official, the icelanders have found a home. Þetta kalla ég flutninga. Frá klukkan 08:00 til 23:00 voru mublur og kassar fluttar, keyptar og keyrðar um alla Köben, og bornar upp þrjár hæðir. Við, Fúsi og Gerður og Kjarri erum búin að taka vel á öllum vöðvum líkamans eftir allan burðinn og sérstaklega held ég að Gluteus Maximusinn minn sé í góðum málum núna...amk segir Ragnheiður það.
Herlegheitin byrjuðu samt ekkert alltof vel, því í fyrstu keyrslunni okkar um morguninn lenti ég í því óhappi að reka stóra spegilinn á líkinu okkar í annan spegil á kyrrstæðum vörubíl. Smá beygla á hinum bílnum en ég þakkaði samt mínum sæla að hafa keypt lækkaða sjálfsábyrgð hjá bílaleigunni, en samt súr að sjálfsögðu að lenda í svona veseni. En, neinei, Ligegladi Danverjinn sá aumann á okkur og sagði “vi glemmer det bare”. Hafði ekki tíma í þessu sagði hann, þetta gerðist bara þegar ég var ekki í bílnum sagði hann. Við vorum orðlaus...en samt ekki svo orðlaus að segja “fyrst þú endilega vilt :)"
Annars er íbúðin ansi fín bara, töluvert veglegri en sú gamla, þ.e.a.s. betri parket, blöndunartæki, ansi rúmt baðherbergi ásamt þessum stóru og fínu gluggum með útsýni yfir garðinn. Íbúðin er hins vegar ekki sú stærsta og eflaust mætti yfirfæra máltækið “þröngt mega sáttir sitja” e-n veginn yfir á mublurnar í íbúðinni, en ég ætla að láta ykkur það eftir lesendur góðir. Það eru hins vegar allir glaðir og hlakka ég til í kvöld þegar ég get aftur hent mér í sófann í kvöld og horft á boltann :)

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed