þriðjudagur, apríl 25, 2006

leikskýrsla frá fyrsta leik sumarsins

Já, þrátt fyrir að maður hafi nú í gegnum tíðina spilað með mörgum þekktum stórliðum á borð við Styrk, Fc Fame , Sparkfjelaginu Heklu og nú síðast If Guðrúnu og haft misjafna dómara þá held ég að ég hafi aldrei séð einn jafn skrautlegan í útliti og þennan sem dæmdi leikinn okkar á sunnudaginn. Allaveganna er þessi “dæmigerði” dómari ekki með sítt hár niður fyrir axlir ásamt miklu og síðu skeggi með sólgleraugu, og mjög svo hokinn í baki og grannur. Var hálf broslegt að fylgjast með honum hlaupa um völlinn. Grunaði svona fyrst að þeir hefðu lent í dómaravandræðum og kippt e-m manni af götunni til að leysa verkefnið, en það hvarf svo þegar leikurinn byrjaði, því leikinn dæmdi hann vel.
Annars var þessi leikur ekki til að minnast fyrir nein glæstilþrif enda drullan allasvakaleg. Svo náði ég líka að gleyma fótboltaskónum heima, tók búninginn frá hjátrúarfullum fyrirliðanum óvart), og nældi mér svo fljótlega í gult spjald (það fyrsta á ferlinum minnir mig, Vúhú!), en var svo rekinn útaf í 10 mín (dóh!). Svo voru mótherjarnir frá Bretlandeyjum og spiluðu svo hrikalega fast að Íslendingarnir hálfbliknuðu í samanburði, og oftast höfum við það orð á okkur að vera fastir fyrir hér í Danmörku. Og leiknum töpuðum við 2-0. Gerum bara betur næst, gleymi allaveganna ekki skotskónum heima aftur :)

e.s. annars legg eg til ad Hallgrimur Helga verdi gerdur ad gamanmálarádherra thjodarinnar sem fyrst, madurinn er séní!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed