miðvikudagur, apríl 05, 2006

Ég held að það sé kominn tími á pásu!

djöfull langar mig að skjóta gaurinn við hliðiná mér núna!!! Ég hef bara aldrei séð annan eins hamagang og heyrt jafn hávær slög á lyklaborðið síðan í gamla daga í þegar ég vann sem innsláttameistari hjá ODDA. Það er eins og að lyklaborðið sé eldagamalt (en ekki glæný Apple) og stimpli ekki inn stafi nema maður slái af öllu afli! Svo skrifar hann svo hratt að hann verður að hamast á "delete" takkanum í á tíu sek. fresti því það er svo mikið af innsláttarvillum. Maðurinn er á 4 STÓRA kaffibollanum sínum og rífur bréfið utanaf hverju sælgætisstykkinu á fætur öðru og er líklegast í óða önn að skila e-u verkefninu. Hvers á ég að gjalda?
Hann er jafnvel verri en sá sem er hinu megin við mig og getur ekki hætt að horfa á mig. Um leið og ég sný mér aðeins í áttina að honum (n.b. til að lesa í bókinni) þá þarf hann bara alltaf að horfa beint á mig...og hann hættir ekkert. Svo alltaf þegar ég stend upp (sem er ansi oft:) þá þarf hann að snúa sér við og fylgjast með öllum mínum hreyfingum. Sömuleiðis þegar ég sest þá er það greinilega mjög merkilegt. Það er svolítið þreytandi og ég tali ekki um óþægilegt.

Ég held ég þurfi ekkert að fjölyrða um að þetta er ekki búinn að vera minn mest productive dagur, þar sem þetta er annað bloggið mitt í dag á bókasafninu :)

4 Comments:

At 5:55 e.h., Blogger emil+siggalóa said...

Ha ha ha ha....
gaur nr. 2 er pottþétt skotinn í þér Gunni minn - þú ert nú ekkert ómyndarlegur, gæti það ekki bara alveg verið???

Saknaðarkveðjur frá Århus, SL

 
At 8:20 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hehe, til hamingju með að vera flutt, þetta hafðist um síðir :) Ég er sammála ræðumanni nr. 1, annað hvort það eða gaurinn þekkti pabba í gamla daga og er ekki að átta sig á þessu að þú ert útgáfa nr. 2 ;) Gaur nr. 1 er bara pein, smá hint : ekkert bragð af laxerolíu í kóki ;)
Kv. Hildur

 
At 8:56 f.h., Blogger emil+siggalóa said...

Hey, halló, er ekki allt í lagi elskurnar mínar - maður verður bara hræddur um ykkur ef það líður svona langt á milli blogga - nú er að verða komin vika!!!

SL

 
At 10:05 f.h., Blogger Drekaflugan said...

hehe, já það gæti kannski bara verið, allaveganna sitjum við ansi oft hlið við hlið. Ég bara get eiginlega ekki fært mig, það eru bara nokkrar tölvur sem ég get notað. that´s the price

ætla að sjá hvort ég lumi á e-i í bloggskjóðunni...held bara að það sé gat á henni...

 

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed