miðvikudagur, apríl 05, 2006

Home sweet home

Ohhh...hvað það var þægilegt að horfa á fótboltann í sínu eigin sjónvarpi, sínum eigin sófa í sinni EIGIN ÍBÚÐ. Yes, it´s official, the icelanders have found a home. Þetta kalla ég flutninga. Frá klukkan 08:00 til 23:00 voru mublur og kassar fluttar, keyptar og keyrðar um alla Köben, og bornar upp þrjár hæðir. Við, Fúsi og Gerður og Kjarri erum búin að taka vel á öllum vöðvum líkamans eftir allan burðinn og sérstaklega held ég að Gluteus Maximusinn minn sé í góðum málum núna...amk segir Ragnheiður það.
Herlegheitin byrjuðu samt ekkert alltof vel, því í fyrstu keyrslunni okkar um morguninn lenti ég í því óhappi að reka stóra spegilinn á líkinu okkar í annan spegil á kyrrstæðum vörubíl. Smá beygla á hinum bílnum en ég þakkaði samt mínum sæla að hafa keypt lækkaða sjálfsábyrgð hjá bílaleigunni, en samt súr að sjálfsögðu að lenda í svona veseni. En, neinei, Ligegladi Danverjinn sá aumann á okkur og sagði “vi glemmer det bare”. Hafði ekki tíma í þessu sagði hann, þetta gerðist bara þegar ég var ekki í bílnum sagði hann. Við vorum orðlaus...en samt ekki svo orðlaus að segja “fyrst þú endilega vilt :)"
Annars er íbúðin ansi fín bara, töluvert veglegri en sú gamla, þ.e.a.s. betri parket, blöndunartæki, ansi rúmt baðherbergi ásamt þessum stóru og fínu gluggum með útsýni yfir garðinn. Íbúðin er hins vegar ekki sú stærsta og eflaust mætti yfirfæra máltækið “þröngt mega sáttir sitja” e-n veginn yfir á mublurnar í íbúðinni, en ég ætla að láta ykkur það eftir lesendur góðir. Það eru hins vegar allir glaðir og hlakka ég til í kvöld þegar ég get aftur hent mér í sófann í kvöld og horft á boltann :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed