Jæja, þá er maður búinn að tjasla sér saman eftir við í
SF Heklu kíktum á Klakann um helgina. Ég er þó ekki að tala um þennan stóra í Atlantshafinu heldur var þessi í Álaborg !?! Hvað er maðurinn að bulla? Jú, það var haldið
knattspyrnumót fyrir Íslendinga búsetta í Danmörku og komu fótboltalið frá öllum helstu borgum og bæjum Danaveldis líkt og frá Kaupmannahöfn, Árósum, Álaborg og öðrum minna þekktum sömuleiðis líkt og Kolding, Horsens, Söndeborg og Óðinsvé. Allt í allt voru þarna því samankomnir um 120 íslenskir karlmenn til að stunda fótbolta og bjórdrykkju á 20 ára afmæli Klakamótsins sem í ár var haldið í Álaborg.
Heklumenn mættu snemma á laugardeginum enda aðeins klukkustund í burtu og voru ansi sprækir miðað við flesta aðra (sem voru sumir hverjir nýlagðir til hvílu eftir partýstand föstudagsins). Laugardagurinn gekk því kannski betur hjá okkur en öðrum en við unnum flesta okkar leiki stórt, og þá sérstaklega í B-liðinu þar sem ég spilaði, einn meira að segja 12-0. Það var því ansi hátt upp á okkur nefið og bokstaflega rigndi uppí typpið á okkur það kvöld. Það var svo tekið á því eftir matinn við undirleik Hvannadalsbræðra sem bókstaflega áttu salinn! Svo þegar þeir voru búnir að ljúka sér af og flestir komnir í gírinn þá átti að fara ryðja salinn svo dansleikur gæti hafist!! Sjáiði þetta fyrir ykkur "jæja, strákar eigum við ekki að fara dansa?"? 120 karlmenn að dansa við hvern annan, það var e-ð sem vantaði til að dansa við enda stendur það í lögum Klakamótsins að konur eru bannaðar! Því var farið á
Jomfru Ane Gade sem er ein sú skemmtilegasta sem undirritaður hefur farið á. Þetta er svona 300 metra löng gata sem er undirlögð af pöbbum og skemmtistöðum sem allir selja ölið á aðeins 10 kall!! Geri aðrir betur!
Það voru því ekki alveg jafn hressir Heklumenn sem mættu til leiks á á hádegi laugardags :) Við áttum að spila við lið í úrslitum sem við unnum 5-0 deginum áður og því flestir á því að róðurinn yrði léttur. Það var þó ýmislegt breytt, einn maður frá okkur farinn heim og svo fengu þessir Kaupmannahafnarbúar að fá lánaðann einn úr A-liðinu svona til að hafa þetta skemmtilegra! Við gáfum eftir enda ansi sigurvissir. Þeir tóku síðan markmanninn sem átti eftir að gera okkur lífið leitt, við lentum undir tvisvar og náðum svo að merja sigur á lokamínútu framlenginar. Enginn glæsisigur en sigur samt sem áður og dollan okkar. A-liðið sem voru meistarar fyrir féllu hinsvegar út í undanúrslitum fyrir FC Guðrúnu frá Köben...eða var það San Fransisco(?), sem síðar unnu mótið.
Batteríin voru því orðin nokkuð tóm eftir stanslausan bolta og ansi lítinn svefn, en ef að hláturinn lengir lífið þá hefur þessi ferð allaveganna bætt nokkrum dögum í hinn endann :)
p.s. ef þið viljið sjá Sindra naktann, klikkið þá
hér