fimmtudagur, janúar 27, 2005

Kurteisir ölumenn njaaaa

Ég var að hjóla út í Ikea í dag ( ekki svo sjaldgæfur hlutur) og þá bibar einhver við hliðinaá mér og ég lít í áttina til hans og hann er brjálaður og sýnir mér fingurinn. Ég skal segja ykkur ég verð að segja að danir eru sérstakir í þessum málum, ég veit reyndar ekki einu sinni hvað ég gerði í þetta skiptið en ég hef einu sinni næstum verið drepinn af manni á mótorhjóli ( viljandi) því að ég var ekki réttu megin við götuna. Hvað eru annars mótorhjól að gera uppá hjólastíg? Og einu sinni var gömul kona sem ætlaði að slá mig niður með stafnum sínum því að ég var uppá gangstétt crazylady. Það er bara eins gott að fylgja umferðareglunum hérna í Danmörku. Það er bara svo margt sem maður er ekki vanur. En annars mjög ánægjuleg Ikea ferð, eins og alltaf. Er búin að vera crazy í saumaskapnum, pils, kápa, húfa, 3x púðar. Já krakkar mínir, það er aldrei dauður tími hjá mér. Nú er þetta nóg í bili. ble ble Ragnheidur

þriðjudagur, janúar 25, 2005

Hitt og þetta

Þá er maður kominn heim úr góðri Kaupmannahafnarferð. Það er gott að vera í Köben, versla smávegis á útsölunum. Það er svona líka ágætis úrval í búðunum í Köben. Það þarf heldur ekki að kosta svo mikið. 'Eg keypti mér fínustu gallabuxur á 150 dk og design pils á 300 dk. Þetta myndi maður sko ekki sjá á Íslandinu. Á laugardagskvöldinu fórum við ( ég, Gerður og Kjarri) í afmælisteiti hjá Helga Páli frænda hennar Gerðar. Það var ágætis skemmtun. Eina sem bjátaði þar á var að þetta var í Lyngby sem er ansi langt í burtu og kostaði leigarinn heim nokkra skildingana. Á sunnudeginum var svo afslappelse i hojeste grad c",) Svo er ég búin að vera að vinna í Solbo síðustu 2 daga, ég verð að játa að ég á mjög erfitt með að vakna sona snemma, það á ekki við mig. Mér líst samt mjög vel á vinnuna sjálfa . . . var ég kanski búin að segja það hmmm (",) Nú er ég bara að slaka á yfir imbanum. yfir og út Ragnheidur Ósk

fimmtudagur, janúar 20, 2005

Heppinn?

ahh... aðeins að teygja betur úr löppunum, svona já ... Þessi teygja var í tilefni þess að ég var að klára líklega einn erfiðasta kúrs í skólanum sem ég hef tekið. Hann var aðeins í átta daga, og með viku pásu á milli en krafðist ansi mikils af manni (eins og fram hefur komið í fyrra bloggi). Annaðhvort þurfti maður að setja sig í spor "clients" (þess sem sækir meðferðina - óska eftir góðu ísl. orði), eða þess sem veitir hana, sálfræðingsins. Að auki áttum við að vera matsaðilar og þá að meta hvað fór gott í viðtalinu eða hvað mætti bæta. Svo kemur löggiltur sálfræðingur inn milli og setur sig í spor þriðja matsaðila. Átta dagar...það þýðir að maður þurfti að koma með átta persónuleg vandamál og biðja samnemenda um aðstoð. Sumir voru í nokkrum vandræðum með að finna nýtt vandamál á hverjum degi, en ég lenti sem betur fer ekki í því vandamáli :) Það er af nógu að taka þar!

miðvikudagur, janúar 19, 2005

Onsdag 19. januar

Í dag var minn fyrsti dagur í verknáminu. Hann var reyndar bara einn langur starfsmannafundur í 5 klst. Mér líst samt bara vel á þetta allt saman. Á morgun er svo annar vinnudagur og ég á að mæta hálf átta og þá verð ég að vakna á milli hálf sex og sex eftir því hvort ég vill borða morgunmat eður ei. Maður er nebbla ágætis tíma á leiðinni:)
Í gær fór ég í bæinn með Gunna til að fagna starfsmatinu sem var á leiðbeinendum á leikskólum Kópavogs. Þar græddi ég nokkra aura og við skelltum okkur því í Bruuns gallerí og ég keypti mér lampann úr Lisbet Dahl sem mig er búið að langa í svo lengi og svo fullkomnaði ég Friends safnið mitt og keypti mér tvo dvd diska. ble ble Ragnheidur Osk

mánudagur, janúar 17, 2005

Madonna Mamma mia

Fór út að skokka í dag. Að hluta til var þetta til að fá ferskt loft og koma sunnudagssleninu úr sér, en einnig til að hita upp fyrir næstu sem mun einkennast af snjó, skíðum og fullt af brekkum!! Jebb, það er bara verið að skella sér til Ítalíu í viku í skíðaferð með pabba og Hildi systur minni. Það ætti nú að vera ágætt, eða kannski frekar: draumur sem rætist!! Ég er nú búinn að undirbúa mig vel undir þessa ferð: 10.325 ferðir niður Bláfjöllin, 934 hrasanir (ehemm...ég byrjaði nú mjög ungur), og 312 stökk á stökkbrettum (skýrir einnig fjölda hrasana...að hluta til). Sem sagt, ég er tilbúinn. Hef reyndar verið að reyna fyrir mér á snjóbrettinu góða, en hef töluvert lakari tölfræði þar. Aðallega þó þar sem það hefur ekki snjóað í fjöllunum eins og það gerði í "dentid" þegar maður var sem trylltastur á skíðum. Ég get þó státað af sárum hnéskeljum og þeim aumast afturenda að ég gat ekki sest niður sársaukalaust í mánuð eftir að ég prófaði snjóbretti í fyrsta sinn yfir eina helgi, í Noregi, þar sem hafði ekki snjóað í margar vikur, og færið var tja...frekar hart.

sunnudagur, janúar 16, 2005

Sunnudagurinn 16. Janúar

Það er soldið mikill sunnudagur í manni þennann daginn. Soldið löt skal ég ykkur segja en það er hann Gunni ekki hann er búin að vera úti að skokka og er á fullu að bora göt í veggina hjá okkur núna.
Á föstudagskveldið buðum við Regínu sem er með Gunna í sálfræðinni og kærastanum hennar honum Bjössa í mat. Þau búa hérna í næstu götu við okkur. Það var mjög fínt og við kíktum líka aðeins down town þar sem skólafélagi minn var að spila á Fætter Eskil, það er undarlegt að fara niður í bæ og hitta sona marga sem maður þekkir. Vanalega er maður ekki mikið að hitta fólk niðri bæ líkt og í miðbæ Reykjavíkur. En svo kíktum við heim til Regínu og Bjössa eftir bæjarferðina og skoðuðum þeirra íbúð. Hún var rosa fín, um helmingi stærri en okkar og með garði og allt svaka næs.
Á laugardeginum var svo kíkt aðeins í búðirnar en ég fór heim á undan Gunna þar sem það var fótbolti í beinni alla leið frá Englandinu sem hann langaði að sjá. Þegar leikurinn var búinn fór Gunni og verslaði á sig þennan líka fína jakka, ánægð með kallinn, en núna langar mig líka í jakka hmmmmm.
'I dag er sumsé búið að slappa aðeins af og lesa og horfa á kassann. Núna er verið að festa upp hillu og svo kannski að hengja upp eins og nokkrar myndir.
'Eg er í ágætis fríi núna en ég byrja ekki í verknáminu fyrr en á miðvikudaginn, nú verð ég bara að dunda mér aðeins næstu daga þar sem ég er búin að undirbúa verknámið í skólanum í 2 vikur allt klappað og klárt. Kvíði samt soldið fyrir að byrja en þetta verður örrugglega bara gaman. Svo er bara Köben næstu helgi smá heimsókn til Gerðar þar sem Gunni er að fara til 'Italíu á skíði. Semsagt þá er nóg að gera hjá okkur bless í bili Ragnheiður Ósk

fimmtudagur, janúar 13, 2005


Ragnheiður á rauða tímabilinu? Fríið nýtt til að gera e-ð nýtt...http://public.fotki.com/Laukur3/ Posted by Hello

þriðjudagur, janúar 11, 2005


Ótrúlegt en satt, en í þessum skrifuðu orðum, þá voru nýjar myndir að detta inn http://public.fotki.com/Laukur3/ Posted by Hello

stund milli stríða

jæja, þá er ég búinn að prufa hvernig það er að setja sig í spor sálfræðings, þess sem sækir meðferðina og matsaðila á meðferðinni. Ég er búinn að vera í verklegúm tímum í sálfræðinni þar sem okkur er skipt í smáa hópa og við látin taka viðtal við hvort annað líkt og sálfræðingar gera, og ég get alveg fullyrt að það er mjög spennandi en tekur jafnframt mikið á. Ég er allaveganna búinn að koma heim alveg gjörsamlega úrvinda seinustu daga. Núna fyrst væri viðeigandi fyrir og ættingja og aðra húmorista að spyrja hvort "ég ætli núna að sálgreina þau" þar sem þetta voru fyrstu tímarnir okkar í þessu hlutverki, og kannski ekki seinna vænna. En nú er viku hlé (til að hvíla kennarana og okkur) og get ég nú fyrst aðeins prufað nýja sófann okkar og pakkað almennilega upp úr farangrinum. Hvað þá að horfa á allar myndirnar og hlustað á alla tónlistina sem ég náði að sanka að mér meðan ég var heima í ljúfu jólafríi.

laugardagur, janúar 08, 2005

Húsgagnadagurinn mikli

'I gær var húsgagnadagurinn mikli, við Gerður byrjuðum á því að skanna bæinn fatabúðalega séð, það var nú ekkert leiðinlegt skal ég ykkur segja. Klukkan 4 var svo ferðinni heitið í Ilvu og Ikea þar var mikið spáð og spekúlerað við enduðum með að kaupa ljósan sófa og ljósan skenk í stofuna. Foreldrar hans Gunna gáfu okkur pening til að versla e-ð fyrir heimilið og við keyptum sumsé sófan fyrir þann pening. Takk fyrir okkur Leifur og Margrét. Svo var ég alveg að fríka mig langaði svo í þennan skenk svo að við ákváðum að skella okkur á hann líka og nýta þannig ferðina því að það kostar um 3000 isk að senda heim. En ég get ekki annað sagt en að ég sé mjög sátt. Núna sitjum við Gerður og býðum eftir að sendingin komi. Annars er allt gott að frétta héðan og það er búið að vera mjög fínt að fá Gerði í heimsókn svo að ég tali ekki um að fá Gunna heim í kotið. Hann er núna í skólanum í æfa sig að vera sálfræðingur voða gaman hjá honum.
Hilsen Ragnheiður

fimmtudagur, janúar 06, 2005

Fimmtudagurinn 6. janúar

Í gær fór ég í heimsókn á komandi vinnustad minn eða verknámsstaðinn minn. Hann er í í Silkeborg sem er nágrannabær Árósa. Ég var búin að segja að hann héti Sobro en hann heitir víst Solbo hmm allavegana þá náði ég að stytta aðeins ferðina á staðinn með því að hjóla bara uppí strætóskýlið þar sem strætóinn fer til Silkeborg og var þar með aðeins 1 klst í stað 1 og 1/2 klst vei. Mér leist nú bara ansi vel á staðinn. Maður er nú samt svolítið stressaður þar sem ég hef aldrei unnið með fötluðum. Þessi börn sem eru þarna eru mjög fötluð geta ekkert talað og það verður að gera nánast alla hluti fyrir þau. En þetta verður lærdómsríkt það held ég allavegana og nú verð ég að fara að drífa mig í skólann að undirbúa verknámið. En í kvöld koma Gunni og Gerður svo að það verður glatt á hjalla hér í Kappelvænget og aldrei að vita nema kíkt verði í Ikea eða Ilvu um helgina ja nema maður kíki bara á báða staði
Hilsen Ragnheiður Ósk

sunnudagur, janúar 02, 2005

Heim á leið

Þá er maður barasta á leiðinni heim. Heim til Danmerkur. Þetta er buið að vera ansi notalegt hérna á Íslandinu góða, þessar 2 síðustu vikur. Heimsóknir, jólaboð og borða ekki má gleyma því, því að það fylgir nú jólunum. Eg legg í´ann í 730 frá Leifsstöð og ætla að kíkja kanski til Gerðar ef hún hefur tíma. Það er nebbla allt farið á fullt hjá henni í skólanum um leið og hún kemur heim. En annars er það bara Kappelvænget á morgun. Svo er maður að fara beint í að undirbúa verknámið og svo Silkeborg (Sobro) 17 janúar takk fyrir. Ég er ekki nema Einn og hálfan Foxxxxx tíma á leiðinni í vinnuna það verður hressandi skal ég ykkur segja en þannig var það. Ég vona að allir hafi haft gleðileg jól og bless í bili. Ragnheiður

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed