fimmtudagur, janúar 20, 2005

Heppinn?

ahh... aðeins að teygja betur úr löppunum, svona já ... Þessi teygja var í tilefni þess að ég var að klára líklega einn erfiðasta kúrs í skólanum sem ég hef tekið. Hann var aðeins í átta daga, og með viku pásu á milli en krafðist ansi mikils af manni (eins og fram hefur komið í fyrra bloggi). Annaðhvort þurfti maður að setja sig í spor "clients" (þess sem sækir meðferðina - óska eftir góðu ísl. orði), eða þess sem veitir hana, sálfræðingsins. Að auki áttum við að vera matsaðilar og þá að meta hvað fór gott í viðtalinu eða hvað mætti bæta. Svo kemur löggiltur sálfræðingur inn milli og setur sig í spor þriðja matsaðila. Átta dagar...það þýðir að maður þurfti að koma með átta persónuleg vandamál og biðja samnemenda um aðstoð. Sumir voru í nokkrum vandræðum með að finna nýtt vandamál á hverjum degi, en ég lenti sem betur fer ekki í því vandamáli :) Það er af nógu að taka þar!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed