Fimmtudagurinn 6. janúar
Í gær fór ég í heimsókn á komandi vinnustad minn eða verknámsstaðinn minn. Hann er í í Silkeborg sem er nágrannabær Árósa. Ég var búin að segja að hann héti Sobro en hann heitir víst Solbo hmm allavegana þá náði ég að stytta aðeins ferðina á staðinn með því að hjóla bara uppí strætóskýlið þar sem strætóinn fer til Silkeborg og var þar með aðeins 1 klst í stað 1 og 1/2 klst vei. Mér leist nú bara ansi vel á staðinn. Maður er nú samt svolítið stressaður þar sem ég hef aldrei unnið með fötluðum. Þessi börn sem eru þarna eru mjög fötluð geta ekkert talað og það verður að gera nánast alla hluti fyrir þau. En þetta verður lærdómsríkt það held ég allavegana og nú verð ég að fara að drífa mig í skólann að undirbúa verknámið. En í kvöld koma Gunni og Gerður svo að það verður glatt á hjalla hér í Kappelvænget og aldrei að vita nema kíkt verði í Ikea eða Ilvu um helgina ja nema maður kíki bara á báða staði
Hilsen Ragnheiður Ósk