mánudagur, febrúar 19, 2007

helgar rapport

hann var viðburðaríkur hjá okkur laugardagurinn. Um daginn gerðumst við menningarleg og skelltum okkur í leikhús á lokasýningu Midt om Natten eftir Kim Larsen. Þetta var söngleikur, með, eins og gefur að skilja, urmul af lögum eftir Kim Larsen, og þar sem við erum miklir áhangendur, skemmtum við okkur mjög vel.

Um kvöldið gerðumst við heldur ómenningarleg og gerðum okkar besta til að styrkja Íþróttafélagið Guðrúnu, með kaupum á öli á bjórkvöldi sem þeir héldu á Öresundskollegíinu. Þar var hægt að gera kostakaup á bjór, og hljómaði eitt tilboðið uppá 3 bjóra á verði fjögurra! Seinna um kvöldið þegar ölvunin var orðin aðeins hressilegri þá breyttist þetta tilboð til batnaðar, þar sem hægt var kaupa 8 stk á 50 kall...eða kom tilboðið á undan ölvuninni? Man það ekki. Partýinu var svo haldið áfram á Öresundsbarnum fyrir þá allra hörðustu og vorum við meðal þeirra eðalmenna sem fylltu þann hóp.

Sunnudagurinn var því miðað við laugardaginn, mjög óviðburðamikill, eins og gefur að skilja. Við rétt náðum að stauta okkur í gegnum nokkra þætti af Prison Break. Reyndar sáum við myndina The New World eftir Terence Malick, sem segir sögu Pocahontas sem allir þekkja og dá, og reyndist það jafnframt eina framlag mitt til konudagsins. Ekki veit ég samt hvort að þynnkan gerði mig e-ð viðkvæman, en ég mæli tvídregið med þessari stórgóðu og hugljúfu mynd.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed