mánudagur, febrúar 05, 2007

hringavitleysa

Ekki var ég búinn að heyra neitt frá vinnustaðnum sem ég var í atvinnuviðtali hjá um daginn. Þó sú þögn segir líklegast meira en mörg orð reyndi ég samt sem áður að ná í staðinn. Í fimmta skiptið náði ég loks í e-n sem gat svarað mér. Það var eins og við var að búastm, better luck next time. Þetta var samt e-r skrifstodublók sem sagði mér fréttirnar og fékk ég því ekkert feedback eins og ég hafði vonað.
Mig grunar samt að tungumálið gæti spilað smá rullu og því ákvað ég að skella mér í smá viðbótarkennslu í dönsku. Eða réttara sagt að reyna það! Því ég mætti og fór í viðtal og...fékk ekki inngöngu! Var of góður! Aldrei heyrt þennan áður. Spurning að mæta aftur í viðtal með yfirvaraskegg og reyna standa sig aðeins verr. That would be the first...

Annars höfum við heldur betur eitt til að hlakka til. Þann 22.mars munum við fljúga til Cambridge, Uk, og heimsækja Bjössa og Regínu og spora aðeins út íbúðina hjá þeim :) gaman gaman

3 Comments:

At 9:22 e.h., Blogger Regína said...

Jíhaaa!
Það verður brjálað fjör hjá okkur. Eina hættan er að þið dettið niður á hæðina fyrir neðan sökum þunns gólfs, en við vonum það besta.

 
At 12:18 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

skemmtið ykkur vel i cambridge:)
Kv. arna v

 
At 4:22 e.h., Blogger Drekaflugan said...

Já þetta verður mega. Verðum víst að skrúfa aðeins niður í dansinum sökum þunns gólfs, nema við viljum "droppa" við hjá nágrananum :)

 

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed