miðvikudagur, febrúar 21, 2007

Nick Drake á hlaupabrettinu virkar ekki

Undanarið er ég búinn að vera að spreyta mig og þreyta á hlaupabrettinu í ræktinni. Icelandair Open innanhúsfótboltamótið er á næsta leyti hérna í Köben, og því um að gera að vera tilbúinn í átökin. Ég tók svona hraðaaukningaræfingu, þar sem maður skiftir á milli spretta og rólegs skokks, með Ipodinn góða innan handar. Ég var þó á sífelldu lagaflakki til að reyna finna hvað hentaði best fyrir svona átök. Ég skellti því Fatboy Slim í spilun (hröð og taktföst rafeindartónlist), og það má segja að nú átta ég mig á hvaðan þetta nafn hjá honum er tilkomið. Feiturstrákur (Fatboy) sem er á hlaupabrettinu með svona tónlist i eyrunum, verður Slim á engri stundu. Ég jók svo mikið hraðann við þessa kraftmiklu tónlist, að gott ef ég tókst ekki aðeins á loft á brettinu í annað eða þriðja skiptið sem ég spilaði sum lögin hans. Diskurinn "you´ve come a ling way baby hentar því mjög vel við slíka iðkun, og mæli ég sérstaklega með lögunum Right her, Right now, og Rockafellar Skank laginu (Right about now, funk so brother, check it out now...). CHECK IT OUT NOW!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed