vesen að þurfa alltaf að finna fyrirsagnir fyrir allar bloggfærslur
Þrátt fyrir að ég er hundóánægður með framkomu ýmissa einstaklinga, samtaka, fyrirtækja og já Alþingis Íslendinga, í garð hóps fólks sem vill koma og skemmta sér á okkar ylhýra landi, þá ætla ég ekki að skrifa neinn reiðispóst...ég nenni því hreinlega ekki og ætla láta aðra um það. Í staðinn ætla ég að birta nokkrar myndir frá okkar daglega lífi seinustu vikur.
Þar sem við erum veðurteppt inni ákváðum við bara fá okkur sitthvoran bjórinn og taka í smá spil

Eins gott að maður er búinn að vera taka á því í ræktinni

Fórum á mjög áhugaverða listasýningu í Louisiana safninu, þetta er eitt af athyglisverðari verkunum á sýningunni að mínu mati.

Ein litrík

Svona er þetta alla morgna hjá okkur...

Hilsen
Vá! Hvar fenguð þið þessar Leffe flöskur og hvað eru þær stórar?
Hahaha, Gunni þúrt svo fyndinn - keyptiru ekki örugglega þessa svörtu mynd? Hún vekur upp margar spurningar - maður gæti eytt heilu dögunum í að pæla í henni!!
Árni, ég hefði að sjálfsögðu átt að láta þig vita af þessu tilboði hjá Bilka. 3 lítra flaska á aðeins 90 DKR!! Sorrý
Hildur, þú getur bölvað þér uppáþað að mig langaði í verkið. Því miður var það aðeins of dýrt, þrjár milljónir eru aðeins of mikið akkurat nuna...kannski seinna, en það verður líklega bókað selt... :(
;)
Var ekki bara einhver búinn að stela verkinu, og þess vegna var bara svartur bakgrunnurinn þarna?
Til hefðuð átt að tilkynna þetta.
Úff, Leffe er sterkur bjór (6.6%), og maður gæti drepist á einni bjórflösku :)
Já, sérstaklega ef ég missi hann oná mig... :)
Held ég þyrfti að fá smá hjálp frá reyndum bjórsmakkara við að stinga úr einum...veistu um e-n?
heh, jú auðvitað, þú nærð í einn góðan í síma 30316716. Hann yrði örugglega himinlifandi af að fá að smakka svona himneskan bjór :)