mánudagur, janúar 08, 2007

dagbækur, gulls í gildi

Ég get glaður tilkynnt þeim sem voru ekki svo heppin að fá eintak af nýjustu bloggbókinni í bókaverslunum fyrir jólin, geta huggað sig við það að ég luma enn á nokkrum eintökum sem verða seld hæstbjóðendum. Fyrir þá sem vita ekkert hvað ég er að tala um, þá hef ég seinustu prentað út þessa bloggpósta okkar Ragnheiðar og látið binda inn. Við erum bara svo gamaldags að okkur þykir enn gaman að skoða þetta á prenti. Og gaman er það, miðað við þetta gullfiska minni mitt, þá ætti ég að vera búinn að steingleyma þessari dvöl okkra hér úti. Það er því ansi gaman að hressa upp á minnið sitt og kíkja á hvað maður var að gera fyrir tveimur árum síðan núna í
þessum bókum...hvernig ætli það verði að kíkja í þær eftir tíu ár?



Þrátt fyrir að maður hafi nú verið ágætlega duglegur að blogga, þá er það nú samt ekki ástæðan fyrir að bókin lítur út eins og símaskrá. Mig grunar að 200gr (og aaalltof þykki) pappírinn eigi e-n hlut að máli

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed