föstudagur, janúar 26, 2007

Nyhedsavisen "on fire"

Danirnir eru ágætlega duglegir við að birta fréttir sem sem gera lítið úr árangri
Íslendinga hérna og þá sérstaklega úr Nyhedsavisen. Þeir birtu um daginn eina grein yfir það sem stóð uppúr á árinu og tilgreindu atburð sem þeir kölluðu blaðabrennurnar á Amagerströnd. Ekki hafði ég heyrt um þær áður, en þá virðist sem blaðberar fyrir Nyhedsavisen sem voru sóttir frá Póllandi virtust ekki hafa skilið upp né niður í starfi sínu og kunnu ekki einu sinni að lesa kortið til að sjá hvar þeir áttu að dreifa blöðunum. Sumir af þeim höfðu því brugðið á það ráð að losa sig við blöðin með öðrum hætti og hent tugum af blaðabunkun í höfnina. Einum datt í hug það snjallræði að kveikja í þeim á Amagerströnd sem var frekar afvikin um þessar mundir. Þetta fannst öllum snjallræði og fleiri og fleiri bættust í hópinn. Þetta komst af sjálfsögðu upp eftir skammt (enda gríðarlegur reykur sem kom af þessu). Pólverjarnir voru reyndar með e-r afsakanir og sögðu að allt væri í kaós hjá þessu fyrirtæki og að erfiðlega hefði gengið að fá lykla af stigagöngunum. En kommonn, hve stúpid geturðu verið ef þú getur ekki einu sinni fundið út úr korti, eða bara spurt um nánari leiðbeiningar. Héldu þeir að auki virkilega að brennurnar mundu ganga til lengri tíma litið. Nú held ég a.m.k. að ein ástæða sé komin fyrir þvi af hverju dreifing blaðsins sé ekki búin að vera eins og góð og áætlað var...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed