back to school
Þá er ég kominn aftur í leikskólann. Nei, ég er samt ekki genginn aftur í barndóm. Kannski að vissu leyti þó, því ég fékk mér afleysingarvinnu í leikskóla hérna í nágreninu. Ágætt til að fá aðeins meiri pening í budduna, smá æfingu í dönskunni og svo er nú bara gaman umgangast þessi litlu kríli. Það er samt spurning hvort að danskan eigi eftir að bætast e-ð því krakkarnir tala nú ekki alltaf sérlega skýrt, með annaðhvort munninn fullan af mat eða nebbann fullan af hori :) Þannig ef eg ég byrja að tala nefmælta dönsku, þá vitið af hverju.