mánudagur, október 09, 2006

Heimur farfuglanna

Jæja, þá er maður kominn aftur í hreiðrið. Ég rétt náði að kveðja Ragnheiði áður en hún keyrði af stað til Tékklands í gærkvöldi. Heyrði svo í henni aftur í dag um hádegisbilið, og þá var hún rétt að renna í hlað! Ágætis keyrsla greinilega, en með nokkrum stoppum þó. Ætli hún sé ekki núna í klettaklifri eða e-u álíka...
En seinasti dagurinn á klakanum var viðburðamikill og skemmtilegur. Pabbi byrjðai á að hringja í dílerinn sinn sem kom stuttu seinna og seldi okkur 2 kílóin hvor á spottprís. Ég var nú smá smeykur um að hundarnir á flugvellinum myndu fara af stað þegar þeir fyndu lyktina úr töskunum, enda var um gæðaharðfisk að ræða.
Ég spilaði svo í fimm mínútur í úrslitaleiknum í utandeildinni og setti eflaust met, því líklega hafa fáir spilað svo lítið í deildinni og hlotið medalíu fyrir. Það var alveg prýðlegt og bara það sem ég hafði búist við. Varðandi hvernig medalía þetta var, er kannski skemmst frá því að segja að við tryggðum okkur annað sætið með því að tapa glæsilega 3-0. Seinna um kvöldið hitti ég svo Frægðarkempurnar (úr FcFame) of djammaði með þeim til klukkan fjögur, eða þar til ég rölti uppá BSÍ og tók næstu rútu upp á flugvöll til að ná fluginu klukkan 0700. Alveg hreint ágætis ferð á enda kominn, og ekkert svo langt í þá næstu...

5 Comments:

At 11:11 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Klettaklifur í Tékklandi er frábær hugmynd. Ég tók einmitt mynd af þessu fræga klettaklifursvæði í Tékklandi í síðasta mánuði. Svæðið er kallað "tékkneska paradísin".

http://www.arnirichard.dk/myndir/klettar.jpg

 
At 11:12 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Það kæmi mér ekki á óvart að kletturinn í miðjunni héti "penis" eða það á tékknesku.

 
At 11:25 e.h., Blogger Drekaflugan said...

hehe já, ég skil hvað þú meinar. þetta er nú meiri trölladildo-inn.

 
At 12:35 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Nú skilurðu vonandi betur hvers vegna hún hefur viljað fara í klettaklifur til Tékklands.

 
At 3:45 e.h., Blogger Drekaflugan said...

Já segðu! Skil einnig betur af hverju staðurinn er kallaður "tékkneska paradísin" :)

 

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed