föstudagur, október 06, 2006

Dr. Gunnar svarar spurningunni "Is it physically possible to bicycle in Iceland"?

Ég er búinn að vera með smá tilraun í gangi meðan á Íslandsdvölinni stendur, og hún nefnist “ Er hægt að ferðast á hjóli í Reykjavík” ? Eftir þessa viku hér get ég ekki annað sagt en að það sé vel mögulegt. Ég er búinn að hjóla næstum hvert sem ég fer, niður í bæ, í Smáralindina, eða enn styttra. Ég verð bara að segja að það er alveg ágætt að hjóla, þrátt fyrir að brekkurnar séu aðeins meiri en maður á að venjast. Það er nóg af hjólastígum eða gangstéttum, en maður lendir í smá vanda þegar þær enda, því umferðargatan er ekki sérlega skemmtileg yfirferðar. Hjólafólkinu er nefninlega ekki gefinn mikill gaumur, og sérstaklega ekki þegar kemur að göngubrautum, hringtorgum eða gatnamótum. Bílstjórarnir keyra alltaf yfir þau áður en þeir líta til hliðar, eru voða lítið að hægja ferðina. Þau eru líklegast teljandi á fingrum annarra hendar tilvikin þegar bílstjórar hafa stoppað fyrir manni. Langar manni helst að stíga af hjóliun og taka í höndina á þeim fyrir að vera svona vingjarnlegir. Það er líklegast helsti munurinn hér og í DK.
En ég sagði að ég hjóla næstum allt sem ég fer, það sem ég hjóla ekki nota ég strætó. Það er einnig allt í lagi, amk þaðan sem ég tek hann. Reyndar mjög dýrt, 250 kall -, og ekki mikill afsláttur á 9 miða kortunum sem er mikill galli. En ég hef lausn fyrir þá sem leiðist á hjóli eða strætó: Ipod! Gerir ferðalagið miklu skemmtilegra. Ætla því að enda þetta á orðum Freddy Kvikasilfurs og hinna Drottninganna...”I want to ride my bicycle, I want to ride my bike...”

Efnisorð: ,

4 Comments:

At 8:46 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég er ánægður með þig !!

 
At 7:54 e.h., Blogger Drekaflugan said...

já takk fyrir það. nú hefur maður efni á að röfla um hvað ungdómurinn er latur :)

 
At 4:05 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ættirðu ekki frekar að rannsaka hvort það sé "psychologically possible to bicycle in Iceland?"
Kv. Óli.

 
At 2:50 e.h., Blogger Drekaflugan said...

hmmm...þú segir nokkuð. Það verður næsta verk

 

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed