mánudagur, október 30, 2006

Congratulations, it´s a beautiful 32" Philips LCD

Þá situr maður í sófanum fyrir framan nýjasta fjölskyldumeðliminn: 32" flatskjá. Þetta eru búnir að vera vikur mikillar íhugunnar og vorum við orðin sammála um eitt tæki sem var svona málamiðlun: 27" og kostaði 5.000 DKr. Mig hafði dreymt um aðeins stærra, en þá var prísinn kominn uppí 7.000DKr sem var aðeins of mikið. Svo þegar Ragnheiður er á leiðinni í Fisketorvet að kaupa þetta 27" þá lítur hún í póstkassann, og þar blasir það við...10 ára afmælistilboð frá Helko! Philips 32" á 6.000Dkr, og átti að kosta þó nokkuð mikið meira fyrir (9.000Dkr)!

Það munaði þó minnstu að við hefðum ekki náð tækinu. Það var að sjálfsögðu mætt fyrir utan búðina hálftíma fyrir opnun eins og sönnum útsölubrjálæðingi sæmir. Ég var örugglega 10. í röðinni en eftir svona 15 mín voru 50-60 manns komnir í viðbót. Svo opnaði búðin og inngangan gekk slagsmálalaust fyrir sig. Ég labba beint í sjónvarps deildina og tek EINA tækið sem þeir voru með! Ótrúlegir, setja tilboðið á forsíðuna og eru svo bara með eitt stk (nema þetta hafi verið sölutrikk hehe, held samt ekki). En það er mikil ánægja hér og góð tilbreyting frá því að horfa á myndir í tölvunni.

Góðar stundir

Efnisorð: , , ,

2 Comments:

At 10:14 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Til lukku með græjuna...

 
At 12:36 e.h., Blogger Drekaflugan said...

Þakkir.

Fystu dagarnir: Sá flati virðist dafna vel og er búinn að vera mjög þægur. Mamma og pabbi eru rosalega stolt af honum

 

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed