miðvikudagur, október 04, 2006

Já þá er búið að skilja mann einan eftir hérna í Köben, snökt snökt. Nei ég lifi þetta af. Gunni fór til Íslands á fimmtudaginn síðastliðinn og þá var Gerður einmitt nýkomin í heimsókn til mín. Við náðum að slá heimsmet í búðarrápi he he. Það var alveg frábært að fá hana í heimsókn en nú er hún líka farin til Íslands.
Það sem er að frétta hér í Danmörkunni er að það er allt að verða vitlaust því ríkisstjórnin ætlar sér að skera svo mikið niður á leikskólum landsins eða 42.1milljón danskra króna bara í Kaupmannahöfn, er nú ekki búin að reikna hvað það er mikið á landsvísu. Pædagogar, pædagognemar og foreldrar eru sko ekki sáttir. Í Árósum eru pædagogar búnir að vera í verkfalli í 3 vikur og nú í gær var svo þingið sett og þá var sko fjölmennt í mótmæli á Radhuspladsen og þaðan var farið niður í Christjansborg þar sem þingið er. Það er líka mikið um að stofnanir séu með blokkanir. Skólinn minn var lokaður í gær og enginn mátti koma inn. Í mörgum leikskólum eru foreldrar búnir að blokkera svo ekkert starf hefur verið. Þetta er svaka ástand. En á morgun verður skrifað undir þetta frumvarp eða hvað maður á að kalla þetta og hann Anders Fogh Rassmussen er sko ekkert á því að gefa sig í þessu máli.
Jæja að léttari málum þá er ég á leiðinni til Tékklands á sunnudaginn með skólanum. Við verðum litla 15 tíma á leiðinni með rútu og svo beint í action þegar við mætum. Það verður gert allskonar sniðugt. Farið í göngu, Fjallahjólaferð, hellaskoðun og margt fleira svo maður kemur líklega þreyttur heim. Við verðum svo einn sólahring í Prag og kíkjum í heimsókn á einhverja stofnun, man nú ekki alveg hvaða stofnun það var.

Ragnheiður Osk kveður að sinni

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed