Zoologisk have og skóli
Á laugardaginn fóru Gunnar, Ragnheidur og Sigfús í dýragarðinn í Kaupmannahöfn það var kaldur en sólríkur dagur og fannst þremenningunum sniðug hugmynd að heylsa nú uppá dýrin. Þetta var hin skemtilegasta ferð.
Um næstu helgi ætla ég Ragnheidur svo að skella mér á íbúðarmessu . . . hvaða hvaða hvað er það nú nei það er verið að halda svona sýningu í Forum hérna í Kaupmannahöfn boligmesse heitir útstillingin, þar sem eru allskonar básar og innblástur fyrir innréttingu heimilisins. Hlakka mikið til. Gerður ætlar að koma með mér og kanski Gunni ef það er fleiri áhugasamir þá latið vita he he.
Það er allt á fullu í skólanum þar sem ég er að vinna mega stærsta hópaverkefni sem ég hef verið í. Við eigum sumsé að gera 35 síðna verkefni. Við erum 18 í hópnum og eigum að finna okkur sameiginlegt efni og skrifa um það í minni hópum en vandamálið er að við erum svo fáránlega ósammála einn hópur vill skrifa um hið margbrotna samfélag einn um félagslega uppdeilingu í Kaupmannahöfn og minn hópur vill skrifa um aðlögun innflytjenda í danskt samfélag. Þetta erum við síðan búin að reyna að tvinna saman í núna einn og hálfan mánuð þar sem við sitjum öll 18 stk í 6 til 8 tíma 1 sinni til 2 í viku og reynum að finna lausn. Bara að láta ykkur vita þá vill enginn gefa eftir og við fengum að vita í dag að við fengjum að skrifa hver hópur í sínu lagi. Hjúkk því ég held að þetta hefði aldrei getað endað vel nú eigum við nebbla að skila problemstilling 4 april svo við verðum að halda vel á spöðunum og leggja ekstra vinnu í þetta til að ná þessu í tíma.
Svo er konan komin með vinnu á leikskóla bara sona afleysingar þegar starfsfólkið er veikt eða í fríi gæti verið sona 10 tímar á viku passar mér mjög vel og er í sömu götu og skólinn minn. Ekki amalegt að geta unnið á leikskóla með skóla.
Kveð í bili Ragnheidur
Hæ skvís
Til hamingju með vinnuna sniðugt að hafa hana svona rétt hjá þér:)
En vá 18 manns í hópverkefni hvað er málið með það;)Ég var einu sinni í hópverkefni með sjö stelpum og það var ekki alveg að ganga þannig að ég get ímyndað mér hvernig það er með 18 manns:)
Smá viðbót við bloggið. Ég nefninlega get ekki orða bundist eftir þessa ferð. Fórum í svona léttri þynnku sem getur haft skringileg áhrif á hugsunargang. Meðan við vorum að skoða dýrin, laust þessu niður í mig kristaltæru: jörðin er bara dýragarður fyrir geimverurnar. Allir voru sammála um dýpt þessarar pælingar og stóðum við öll í sporunum okkar orðlaus næstu mínúturnar og hugleiddum.
vildi bara bæta þessum þvílíka mindblower með...
Ó Ragnheiður hve ég sakna þín mikið tárin renna niður holdmiklar kinnarnar.. vona að þetta gangi með hópverkefnið, mér finnst að þú eigir bara að taka við stjórninni í því:)