fimmtudagur, mars 23, 2006

skrif

Fyrst við erum svona að ræða ritgerðaskrif og tilraunir (sjá neðari skrif), þá er ég búinn að vera etja kappi við smá ritstíflu. Var svo komið að hún var farin að smitast yfir á bloggskrifin mín, enda er búið að vera ansi fátæklegt um að litast þar seinustu misseri (amk samkvæmt bloggstaðli Gun). Þá fannst mér nú nóg komið, vera má að ritgerðin sitji á hakanum í nokkrar vikur eða mánuði, en þegar bloggið er farið að drabbast niður og þið lesendur góðir farnir að koma í hverja fýluferðina á fætur annarri (að ég tali nú ekki um myndasíðuna), að þá segi ég nóg komið! Ég ákvað því að snúa vörn í sókn og reyna drita eins mikið niður á bloggið sem ég gat, hvort sem vit er í því eður ei. Þá fáið þið ykkar skammt og ég el mér von í hjarta um að þetta virki á ritgerðaskrifin eins og ritgerðaskrifin (or the lack there of) virkuðu á bloggskrifin, en samt með öfugum áhrifum (hmm...skiljiði?).
Svo nú er bara að sjá og vona...

Smá hvatning frá ykkur mundi örugglega samt ekki saka ritgerðaskrifin :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed