þriðjudagur, mars 21, 2006

You must nourish to be good and productive students...

Jæja, þá fer að styttast í matarpásuna hérna í Det Kongelige Bibliotek og ég get alveg lofað ykkur að sama hve auðvelt ég á með að gleyma hlutum, þá eru engar líkur á því að þetta hlé gleymist. En bara svona til öryggis þá hefur bókasafnið smá svona reminder í hátalarakerfinu sínu. Málið er að þessi reminder minnir svo mikið á e-a framtíðarmynd í anda t.d. “the Island”, þar sem fólki er sagt hvað það eigi að gera og hvenær það eigi að gera það. Allow me to explain. Klukkan nákvæmlega 13:04 heyrast undurfagrir tónar um allt safnið, rennandi vatn, hljómar frá hörpu ásamt öðrum dáleiðandi hljóðum. Einnig heyrist í vélrænni hvíslandi rödd sem þylur e-ð óskiljanlegt. Námsmennirnir standa allir upp frá bókunum sínum og fara í hópum að dyrum mötuneytisins sem opnar nefninlega á þessum tíma. Enginn segir neitt, allir labba stjarfir af stað, hugsandi það sama “borða...næring...gott”. Þetta tónlistarinnslag er svo í um fimm mínútur og breytist á tveggja vikna fresti. Mjög sérstakt og skemmtilegt.

3 Comments:

At 4:34 e.h., Blogger Regína said...

En athyglisvert. Einhvernveginn hefur þetta samt farið framhjá mér í þau skipti sem ég hef dvalið á hinu undurfagra Kongelige Bibliotek

 
At 8:23 e.h., Blogger emil+siggalóa said...

Jiiii en fyndið :D
þið eruð nú líka alveg frábærir sögumenn (veit ekki hvort ykkar skrifaði þennan póst - það er alltaf svolítil gestaþraut að sjá hvort maður getur giskað á það hvort ykkar er að skrifa - ég giska á Gunna í þessu tilfelli, út af bíómyndainnskotinu).

SL

 
At 9:03 f.h., Blogger Drekaflugan said...

Þú hefur greinilega bara verið svona niðursokkin í lesturinn býst ég við, það gæti líka verið að við höfum talað svo mikið í matarhléinu að við höfum ekki heyrt það :) ?

Ég þakka hólið Sigga Lóa, og eitt stig til þín.
Gunni

 

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed