fimmtudagur, mars 23, 2006

Blátt blað

Við skötuhjúin erum búin að vera dugleg að skoða Bláa blaðið á netinu undanfarna daga, og höfum rekist á urmul af áhugaverðum myndum og vörum sem okkur þykir mikið til koma. Það er meira að segja komið út í það að við höfum pantað okkur nokkrar vörur þaðan á mjög góðu verði, lítið notaðar og í fínu ásigkomulagi. Ehemm...kannski smá útidúr hérna, en það er svo fyndið að við vorum að minnast á þetta blað við einn og hann hélt að við værum að tala um KLÁM (blátt blað?)!! Ótrúlegt hvernig hugur sumra virkar, það er bara eins allt snúist um kynlíf og...já, látum það kannski gott heita, en merkilegt finnst ykkur ekki?
Að sjálfsögðu erum við að tala um Den Blå Avis sem er blað og netsíða sem auglýsir ýmis konar notaðar vörur, frá tölvuleikjum, borðbúnaði og bílum á góðu verði, og sumt meira að segja gefins. Við erum nefninlega búin að versla okkur eitt stykki frystir og eitt stykki glerskáp á samtals 500DKR, og erum að bíða eftir svari í fataskáp á litlar 600DKR. N.B. Þessar vörur mundu allar hver kosta um 2.000DKR nýjar, sem við vorum upprunalega að spá í að gera. Efast um að við eigum eftir að kaupa nokkuð án þess að ráðfæra okkur við Bláa blaðið fyrst.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed