Kallinn loksins búinn að finna sér samastað
Jæja, þá er langri leit lokið. Eftir að hafa þrætt bókasöfnin hér í köben (Amager, Den Sorte diamant, Fiolestræde) til að finna sem ákjósanlegasta námsaðstöðu, tel ég mig hafa loksins fundið hana hérna í CBS eða Copenhagen Buisness School. Hérna er flest allt sem hugurinn girnist. Góður aðgangur að neti, hrikalega gott mötuneyti, safnið opnar snemma (klukkan 8, en ekki 10 eins og öll hin) en svo líklega það besta er að hér er ekki lás á gagnasöfnin frá Árósarháskóla en eins og öll hin eru með. Mjög svekkjandi, þar sem gagnasöfnun er einn mikilvægasti þátturinn í að skrifa heimildarritgerðir. Ef ég ætla að segja hve margir fullorðnir eru með adhd þá verð ég að komast í rannsoknir sem segja svo til um. Hin bókasöfnin voru reyndar með aðgang að gagnasöfnum, en sem komust bara ekki í námunda við hið frábæra kerfi sem Ársósar voru með (fjöldi blaða, greinar í fullri lengd, einfaldleiki og betri leitarvél). Þar hafiði það.
En ekki nóg með að skólinn hér er mjög nýr og glæsilegur (enda heita fyrirlestrasalirnir t.d PriceWaterHouseCoopers eða –e-r önnur fjármálafyritæki (greinilegt hverjir styrktu byggingu hans)), þá er Fitnessdk bara hérna í næsta húsi! Það er reyndar ansi stutt í það frá þar sem við búum, en við komum nú ekki til með að búa þar mikið lengur (hjúkk).