þriðjudagur, nóvember 29, 2005


Thad er nokkud ljóst ad Bjørn Hildir mundi ná ansi langt i "Mugison lookalike" keppninni Posted by Picasa

nokkrar myndir frá tónleikunum og kvöldinu hérna

blogg vikunnar :)

Úha! það er orðið alveg ískyggilega langt á milli blogga hérna. Ég er farinn að ryðga e-ð í þessu. En jæja, ég ætla að reyna finna gleðina aftur....here it goes... Gerður og Kjarri komu í heimsókn seinasta fimmtudaginn, alltaf gaman að fá þau yfir. Þetta verður sennilega í seinasta skiptið sem þau koma hingað þar sem við verðum líklegast nágrannar á Öresundskollegíinu eftir nokkra mánuði. Á föstudeginum fórum við í bæinn og versluðum til klukkan 23:00! Geri aðrir betur! Þá var einnig kveikt á öllum jólaljósunum og voða skemmtileg stemming. Á laugardeginum fórum við á tónleika með Mugison sem sló aldeilis í gegn. Það voru reyndar langflestir Islendingar þarna en það mátti heyra dönsku stöku sinnum. Þetta er í annað skiptið sem ég sé hann spila á tónleikum og ég verð að segja að gaurinn hefur þvílíkt góð tök á áhorfendum, þrátt fyrir að vera bara einn uppi á sviði. Hann er líka bara með flott sjóv, í einu laginum þá varpaði hann mynd af kærustinni sinni á gítarinn sinn, sem söng með í laginu!! Aldrei séð það áður. Svo var hann þarna með viskíið sitt eða eplasafann eins og sumir grínuðust með og fór með gamanmál og góða tónlist. Eftir á var svo farið til Sindra og Rögnu á Rosenkransgade í partý þar sem var smekkfullt útúr dyrum. Hápunkturinn hjá mér var samt þegar ég sendi Emil og Jón Hákon inní vitlaust partý sem var við hiðiná og horfði svo á þá forða sér þaðan út hehe :)
En núna er seinasta vinnuvikan hafin og verð ég að segja að þrátt fyrir að maður sé orðinn bara ansi heimkær á skrifstofunni með nóg að gera, þá verður alveg ágætt að vera búinn. Það verður samt slúttað með stæl. Á föstudaginn verður julefrokost á vinnustaðnum og ætti það að vera skemmtilegt. Danskt julefrokost með ehhh....julefrokost mat og snafs.

sunnudagur, nóvember 20, 2005

húmor

Já, hann er ekki alltaf að falla í góðan jarðveg húmorinn hjá mér, eða jafnvel stundum varla í neinn jarðveg....Kannski það sé þessi kaldhæðnishúmor sem ég beiti stundum eða kannski er ég bara ekkert fyndinn...Nei, það getur nú varla verið :) En allaveganna...við vorum við morgunverðarborðið í vinnunni um daginn, og einn starfsmaðurinn var að hætta og hafði boðið öllum uppá rúnstykki, osta og ávexti í tilefni að því. Allir voða sáttir og ég fer að spjalla við konu sem situr hliðiná mér og segi að það væri bara óskandi að fleiri starfsmenn myndu hætta því það væri svo fínt að fá svona morgunverðarhlaðborð....Nei...svona segir maður bara ekki...og svo horfði hún spyrjandi á mig. Annað dæmi: Nokkru seinna vorum við aftur við morgunverðarborðið og við vorum að tala um flutninga til og frá Kaupmannahöfn þar sem ein konan þarna hafði átt heima þar en hefði flutt í sveitasæluna fyrir 13 árum síðan. Hún hafði hins vegar íhugað það stundum að flytja aftur en alltaf þegar hún reifar þær hugmyndir við vini sína þá segi þeir allir einróma "nei, nei, þú mátt ekki flytja!". Greinilega mjög vel liðin af þeim. Ég sá mér því leik á borði og sagði að því væri eiginlega þveröfugt farið hjá mér. Um leið og ég færi að tala um þetta við vini mína þá segja þeir alltaf einróma: "já, endilega, já, Flyttu, flyttu!!". Ekkert, engin viðbrögð...og nú voru þetta tveir þrír sem voru við matverðarborðið og mér var nú farið að standa ekki á sama. Farinn að efast um kímnigáfuna mína. Ég stóð upp og fékk mé vatn og fór að velta þessu aðeins fyrir mér. Á meðan heyri ég samtöl við borðið þar sem ein konan hafði átt afmæli (37 ára) og allar (það eru 90% konur að vinna þarna) fara að segja hvað þær héldu að hún væri miklu yngri, væri ungleg og svona. Ég þurfti alveg að bíta í vörina á mér til að henda því ekki fram þarna á borðið að ég hefði nú alltaf haldið að hún væri nú töluvert eldri en þetta...virkaði e-n veginn töluvert eldri svona á mig. Mig grunaði að það myndi nú ekki falla í góðan jarðveg... En þetta tekur tíma, ég er nú ekki það svona well connected við alla þarna, þekki varla nöfnin á sumum, svo að þetta er nú kannski skiljanlegt eða hvað?

hvernig líst þér á þessi epli?

Ég sat á skrifstofunni minni núna um daginn og var að skrifa skýrslur og þá laust allt í einu niður í mig nokkuð sem ég varð alveg forviðra yfir. Nefninlega sú spurning um hvernig í óskupunum fá sniglar kuðunginn sinn!?! Getur e-r vinsamlegast svarað mér því? Ég meina ekki fæðast þeir með hann, því sniglar eru jú lindýr eða hvað það var, og fjölga sér líklega með e-s konar skiptingum eins og maðkar (er ég að vaða í villu vegar?) svo það væri líklegast nokkuð erfitt að mynda svona skel út úr engu (en ótrúlegri hlutir líkt hafa nú gerst líkt og getnaður barns). Ég fór því að velta því fyrir mér hvort hún gangi nidur í ættir eða hvort þeir þyrftu að leita sér að einni sjálfir, fara kannski nidur i fjoru snemma á lifsleidinni. Svo er líka sá möguleiki að þeir þyrftu kannski að vinna fyrir henni. Sýna jafnvel smá hugrekki líkt og tja...t.d. að fara yfir götu eða stíg, enda er alveg ótrúlega mikið af þeim þar sem við Ragnheiður joggum stundum. E-r hugmyndir?

mánudagur, nóvember 14, 2005

speciale

Jæja, þá er farið að styttast í annan endann á starfsnáminu mínu og kallinn er farinn að huga að næsta áfanga sem er the big essay. Það verður verkefni fram að næsta hausti, á eflaust eftir að fara smá tími í flutningana tl köben og að finna sér lesaðstöðunni þar. Annars er nú forsendan fyrir ritgerð að hafa efni til að skrifa um og um það er ég búinn að velta vöngum yfir seinustu vikur. Það er svo skrítið að þegar ég fæ hugmyndir þá á ég alltaf voða erfitt með að bakka út frá þeim og finna annað efni, veit ekki hvort það er leti, ég að verða hugmyndasnauður eða hvort verkefnið bara svona spennandi! Ég hallast nú að því síðastnefnda og hafði hugsað mér um að skrifa um ADHD (ofvirkni með athyglisbrest) hjá börnum og svo að tengja það við meðferð bæði á barnsárum og á fullorðins árum. Svo nokkrar vangaveltur um hvernig þetta hefur breytt lífi einstaklinga til beturs eða verr. Taka jafnvel nokkur viðtöl og svona...draumurinn væri að leggjast í viðamikla rannsókn með stóru úrtaki en er svona á því að það sé aðeins of þungt í vöfum. Það verður bara að bíð betri tíma. En annars er ég að reyna finna mér leiðbeinanda og árangurinn er að láta á sér standa. Ég hefði nú átt að geta sagt mér þetta sjálfur, flestir leiðbeinanda eru uppteknir, enda er dagbók besti vinur Danans sem hann notar iðulega til að planleggja næstu mánuði fram í tímann. En ég er nú ekki á því að leggja árar í bát og sent út aðra hrinu af tölvupóstum. Í þetta skiptið fóru þeir til doktorsnema og reynslubolta á geðsjúkrahúsum. Spurning hvort er betra? Ætli ég bíði ekki bara eftir svörunum þar til ég ákveð nokkuð :)

laugardagur, nóvember 12, 2005

Starfsmannahelgi

Já nú er klukkan korter í átta á laugardagsmorgni og ég er á leiðinni í vinnuna því það er svokölluð personaleweekend þar sem við förum með rútu í klst til Ebeltoft og munum halda þar langan og strangann starfsmannadag þar sem við sitjum í 7 klst og ræðum læreplaner en svo munum við gera eð okkur til gamans gistum á hotel Ebeltoft strand og þar er sundlaug og sauna og fleira. Þetta verður örrugglega svaka fínt og svo komum við heim kl 11 á morgun. En svo það sem er á döfinni á næstunni því það er sko ekkert að fretta sem er búið að gerast eiginlega en allavegana þá er Mugison að koma að spila á Voxhall þann 26 nóvember og ætlum við að skella okkur á þá tónleika og það sem meira er þá ætla Gerður og Kjarri að koma í heimsókn sömu helgi svo þetta verður örrugglega alveg heljarinnar gaman.
Það er nú annars bara að fara að líða að jólum því hvert sem maður lítur eru auglýsingar um jólaskraut og það er víst byrjað að hengja upp jólaseríurnar á Strikinu hóhóhó. Svo var náttúrulega hátíðisdagur hjá dönunum núna 4 nóvember því þá kom jólabjórinn í búðirnar og það var eð svaka húllumhæ í kringum það. Það er hægt að halda upp á ýmislegt. Það fer að líða að því að maður fari að fá jólafiðring í magann. Nú verð ég að fara að skella mér í vinnuna sjáumst kveðja Ragnheidur

miðvikudagur, nóvember 09, 2005

better late than never


nokkrar myndir fra heimsokn pabba Ragnheidar Posted by Picasa

sunnudagur, nóvember 06, 2005

að sápa eða ekki sápa...það er spurningin!

Já, fólk er bara frekar jákvætt í garð Eyjólfs fótboltaþjálfara, a.m.k. þeir sem vita hver hann er. Enginn heldur að hann eigi eftir að standa sig verr en fyrri Ásgeir og Logi, tveir segja að hann skili sama starfi og þrír að hann eigi eftir að standa sig betur. Mér finnst þó ansi margir ekki vita nægilega mikið um þessi mál og voru fimm sem ekki vissu hver hann var. Þessvegna ætla ég nú að setja eina könnun á netið sem ég held að snerti ansi marga og fólk hefur sterkar skoðanir á. Nefninlega sú spurning um hvort að maður eigi að vaska Teflon pönnunna sína með sápu eða ekki (ef maður á eina slíka...pönnur þ.e.). Ég á von á ansi hörðum umræðum hér á netinu og hvet ég fólk til að tjá sig aukalega um þessi mál ef þeim finnst það þörf, á næsta bloggi undir liðnum "skjóttu".

kveðja
the dishwasher

pumping plastic!

Nú er kominn smá hugur í menn, stefnan er tekin á að byrja aftur í ræktinni eftir fínt eins árs hlé. Maður hreyfir sig varla allann daginn eftir að maður byrjaði praktikinni og fótbolta vertíðin kláraðist. Ég sit í bíl í þrjá tíma á dag og á skrifstofunni næstum átta tíma og svo þegar maður kemur heim er maður svo latur að maður hefur það ekki í sér að gera neitt að viti.
Ragnheiður er hins vegar búin að vera þvílíkt dugleg að kíkja í tíma í ræktinni líkt og Yoga, bodycombat eða bodyshape. Nú er ég búinn að finna mér tíma sem hentar ansi vel fyrir mig núna. Hann kallast bodypump og er svona blanda af lyftingum og hreyfingu. Tíminn er í sal og á maður að taka létt handlóð (ræður þyngdinni sjálfur) og tekur mjög margar endurtekningar (í staðinn fyrir að sprengja sig í bekkpressu með fáum endurtekningum). Með þessu móti nær maður að þjálfa alla vöðva líkamans á aðeins einum klukkutíma og ræður alveg álaginu sjálfur. Ég fór á föstudaginn í fyrsta tímann og finn hvernig harðsperrurnar aukast smám saman og því miðu er ég núna á "get varla klætt mig í jakka" tímabilinu.

miðvikudagur, nóvember 02, 2005

ótrúlegur spjallþáttur!

Ef að þið eruð ekki búin að sjá þetta klipp þá er það algert möst.

 Posted by Picasa
Ég er örugglega búinn að sjá það svona 10 sinnum og finnst það fyndnara í hvert skiptið. Ég mæli með að þið sjáið þetta svona tvisvar til að byrja með :) Þetta er hollenskur spjallþáttur og gestirnir í kvöld eru fólk sem lent hefur í einelti. verið þolinmóð í byrjun og engar áhyggjur þótt þið skiljið ekki hollensku...þess þarf ekki!

þriðjudagur, nóvember 01, 2005

Komin inn í skólann

Ég var að fá bréf og ég er komin inn í skólann sem ég sótti um í Köben og svaka sátt við það. Bara að deila þessu með ykkur. Ragnheidur

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed