speciale
Jæja, þá er farið að styttast í annan endann á starfsnáminu mínu og kallinn er farinn að huga að næsta áfanga sem er the big essay. Það verður verkefni fram að næsta hausti, á eflaust eftir að fara smá tími í flutningana tl köben og að finna sér lesaðstöðunni þar. Annars er nú forsendan fyrir ritgerð að hafa efni til að skrifa um og um það er ég búinn að velta vöngum yfir seinustu vikur. Það er svo skrítið að þegar ég fæ hugmyndir þá á ég alltaf voða erfitt með að bakka út frá þeim og finna annað efni, veit ekki hvort það er leti, ég að verða hugmyndasnauður eða hvort verkefnið bara svona spennandi! Ég hallast nú að því síðastnefnda og hafði hugsað mér um að skrifa um ADHD (ofvirkni með athyglisbrest) hjá börnum og svo að tengja það við meðferð bæði á barnsárum og á fullorðins árum. Svo nokkrar vangaveltur um hvernig þetta hefur breytt lífi einstaklinga til beturs eða verr. Taka jafnvel nokkur viðtöl og svona...draumurinn væri að leggjast í viðamikla rannsókn með stóru úrtaki en er svona á því að það sé aðeins of þungt í vöfum. Það verður bara að bíð betri tíma. En annars er ég að reyna finna mér leiðbeinanda og árangurinn er að láta á sér standa. Ég hefði nú átt að geta sagt mér þetta sjálfur, flestir leiðbeinanda eru uppteknir, enda er dagbók besti vinur Danans sem hann notar iðulega til að planleggja næstu mánuði fram í tímann. En ég er nú ekki á því að leggja árar í bát og sent út aðra hrinu af tölvupóstum. Í þetta skiptið fóru þeir til doktorsnema og reynslubolta á geðsjúkrahúsum. Spurning hvort er betra? Ætli ég bíði ekki bara eftir svörunum þar til ég ákveð nokkuð :)
KÖBEN??
jamms, vid erum ad flytja til køben nu i lok jan