Starfsmannahelgi
Já nú er klukkan korter í átta á laugardagsmorgni og ég er á leiðinni í vinnuna því það er svokölluð personaleweekend þar sem við förum með rútu í klst til Ebeltoft og munum halda þar langan og strangann starfsmannadag þar sem við sitjum í 7 klst og ræðum læreplaner en svo munum við gera eð okkur til gamans gistum á hotel Ebeltoft strand og þar er sundlaug og sauna og fleira. Þetta verður örrugglega svaka fínt og svo komum við heim kl 11 á morgun. En svo það sem er á döfinni á næstunni því það er sko ekkert að fretta sem er búið að gerast eiginlega en allavegana þá er Mugison að koma að spila á Voxhall þann 26 nóvember og ætlum við að skella okkur á þá tónleika og það sem meira er þá ætla Gerður og Kjarri að koma í heimsókn sömu helgi svo þetta verður örrugglega alveg heljarinnar gaman.
Það er nú annars bara að fara að líða að jólum því hvert sem maður lítur eru auglýsingar um jólaskraut og það er víst byrjað að hengja upp jólaseríurnar á Strikinu hóhóhó. Svo var náttúrulega hátíðisdagur hjá dönunum núna 4 nóvember því þá kom jólabjórinn í búðirnar og það var eð svaka húllumhæ í kringum það. Það er hægt að halda upp á ýmislegt. Það fer að líða að því að maður fari að fá jólafiðring í magann. Nú verð ég að fara að skella mér í vinnuna sjáumst kveðja Ragnheidur