Kobenhavn her kommer vi
Þá hefur ákvörðun verið tekin við ætlum að pakka niður föggum okkar og halda í stórborgina. . . fyrir þá sem ekki skilja hvað ég er að fara þá höfum við ákveðið að flytja til Kaupmannahafnar þann 1 febrúar en ég klára praktikina 31 janúar. Ég er búin að sækja um í Hovedstadens Pædagogseminarium og ætti nú að öllum líkindum að fá þar inni er búin að tala við þá þar og sonna. Já það ætti að vera pottþétt alveg 117% en svo erum við að bíða eftir að fá íbúð og erum komin með eitt tilboð í íbúð en erum að spá í að neita því þar sem innflutningsdagur er 1.12. og það er alveg 2 mánuðum áður en við ætlum að flytja en þá megum við ekki segja nei aftur því þá förum við aftast í röðina á biðlistanum. En allavegana þá erum við að sækja um á Öresundskolleginu sem er stærsta kollegí í Danmörku með ca 1500 íbúa. Það er nebbla í fínni fjarlægð frá bænum og fínt verð ofl. En þá vitiði það en þetta er búið að vera mikið heilabrot hvort við ættum að flytja en nú hefur ákvörðun verið tekin og ekki aftur snúið með það. Látum þetta duga í bili. Ragnheidur stórborgarpía kveður
Núna kem ég pottþétt í heimsókn til ykkar á næsta ári;)Ekki skemmtilegt að vita það?;)
Tinna=)
Alltaf gaman að fá heimsokn ekki spurning
hæ, gott að þið eruð búin að taka ákvörðum með þetta..samt glatað að missa ykkur frá Aarhus..öhöh..en aldrei að vita nema að maður kíkji á menninguna í Köben og heilsa uppá ykkur;)
hilsen, Edda
Ókei það er gaman, líka ennþá skemmtilegra að koma í heimsókn því þá þarf maður ekki að fara í þessa helvítis lest!!;) En loksins komin ný skoðunarkönnun!! :)
Kveðja María
Held og lykke elsku vinir en það sökkar að missa ykkur! Sýnist þið þurfa stærra en kollegie með alla þessa gesti inná gafli ;)
Já það er líka ákveðinn missir að yfirgefa Árósa, en eins og Bítlarnir orðuðu það svo skemmtilega "I don´t know why you say goodbye, I say hello".
En stefnan er að útvega sér þokkalega stóra íbúð fyrir alla þessa gesti því það er svo slæm táfýla af mér stundum.
Ég er allaveganna mjög ánægður fyrir ykkar hönd að vera búinn að ákveða þetta.
Hilsen, Björn
Hæ hæ:)
ég hlakka til að koma í heimsókn til ykkar þegar þið flytjið:=)
Kv. Kristín H
Ég mæli með kollegíi sem er rétt hjá Enghave station og heitir Solbakken. Það er ótrúlega flott, góð leiga og stórar íbúðir, og alls ekki langt í bæinn!!! Arkitektinn sem byggði það fékk verðlaun fyrir góða hönnun!
Ég mæli með kollegíi sem er rétt hjá Enghave station og heitir Solbakken. Það er ótrúlega flott, góð leiga og stórar íbúðir, og alls ekki langt í bæinn!!! Arkitektinn sem byggði það fékk verðlaun fyrir góða hönnun!