mánudagur, október 03, 2005

Krogerup Hojskole

Já þá er helgin búin og veruleikinn tekinn við. Helgin var með eindæmum skemmtileg þar sem ég og Gunni fórum í heimsókn til Gerðar og Kjarra en þau eru í Lýðháskólanum Krogerup á Sjálandi. Það var vinahelgi og þá áttu sumsé nemendurnir að bjóða vinum sínum að koma í heimsókn og á laugardeginum var heljarinnar dagskrá þar sem við fengum að sjá hvað þau eru að gera. Gerður er í design og Kjarri í ljósmyndun og svo eru þau í Dönsku og friluftsliv þar sem þau fara í útilegur og læra á kajak og allskonar hluti sem að maður getur gert utandyra. Svo var líka hægt að vera í keramik og allskonar sniðugt. Maður vildi nú bara skrá sig í skólann. He he. En svo á laugardagskveldið var partý sem Gunni missti því miður af því hann þurfti að ná sínu flugi til 'Islands. En þetta party var svaka stuð Dj og manni fannst maður bara vera kominn á ball. Svaka hressir krakkar sem eru þarna með þeim í skólanum frá 'Islandi, Danmörku, Póllandi, Japan, Ungverjalandi og fleira og fleira. En nú er ég svo í skólanum í viku á svokölluðu innkalli. Þar sem allir fá sér frí úr praktíkinni og fá smá kennslu. Gaman að hitta fólkið aftur eftir langt hlé.
kv. Ragnheidur

2 Comments:

At 10:49 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hi hi og takk ædislega fyrir frabæra helgi og takk fyrir afmæliskvedjuna og Gunni takk fyrir mig sem sagt fyrir afmælisgjofina sem eg fekk fyrir longu he he held alveg orugglega ad eg hafi ekki verid buin ad takka ter fyrir gjofina, kv gerdur

 
At 10:59 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

ja og Ragnheidur eg gleymdi ad lata tig fa myndirnar sem eg tok a laugardeginum en tu færd tær bara seinna :) og svo gleymdi eg lika ad lata tig fa heimilisfangid her sem er:

Krogerup Højskole
Krogerupvej 13
3050 Krogerup

kvedja gerdur

 

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed