Kobenhavn her kommer vi
Þá hefur ákvörðun verið tekin við ætlum að pakka niður föggum okkar og halda í stórborgina. . . fyrir þá sem ekki skilja hvað ég er að fara þá höfum við ákveðið að flytja til Kaupmannahafnar þann 1 febrúar en ég klára praktikina 31 janúar. Ég er búin að sækja um í Hovedstadens Pædagogseminarium og ætti nú að öllum líkindum að fá þar inni er búin að tala við þá þar og sonna. Já það ætti að vera pottþétt alveg 117% en svo erum við að bíða eftir að fá íbúð og erum komin með eitt tilboð í íbúð en erum að spá í að neita því þar sem innflutningsdagur er 1.12. og það er alveg 2 mánuðum áður en við ætlum að flytja en þá megum við ekki segja nei aftur því þá förum við aftast í röðina á biðlistanum. En allavegana þá erum við að sækja um á Öresundskolleginu sem er stærsta kollegí í Danmörku með ca 1500 íbúa. Það er nebbla í fínni fjarlægð frá bænum og fínt verð ofl. En þá vitiði það en þetta er búið að vera mikið heilabrot hvort við ættum að flytja en nú hefur ákvörðun verið tekin og ekki aftur snúið með það. Látum þetta duga í bili. Ragnheidur stórborgarpía kveður