Á slóð slefaranna...
Þetta er búinn að vera viðburðarríkur sunnudagur. Við ákváðum að kíkja á hugsanlegar æskuslóðir afa míns í móðurætt, hans nafna míns Gunnars Ormslevs. Það er svolítið á huldu sko. Það vill nefninlega líklega svo til að hann hafi verið skírður í höfuð bæjar sinns, Ormslev. Bær þessi er í útjarðri Árósa og gátum við bara tekið strætóinn þangað. Þetta var reyndar frekar löng ferð enda ekki margir á leið þangað enda ekki mikið meira en nokkur hús, kirkja og hjólhýsasala. Við röltum bæjarmarka á milli...alla 700 metrana. En það var gaman. Ekki oft sem maður sér nafn bæjar í útlöndum sem er í ættinni hjá manni.
á ættarslóðum
Nokkrar myndir til viðbótar hér.
Svo í heimleiðinni komum við við við sem var á reki þarna (rekviður? :) Við kíktum í gettóið Gellerup þar sem er stór tyrkneskur markaður, Bazaar Vest. Þar var líf og fjör, og ilmaði staðurinn af Shawarma (kebab) sem maður varð að kanna aðeins betur. Þar var hægt að kaupa vatnspípur, handsaumaða skó og fullt af öðrum tyrkneskum vörum.
le bazar
Þar keypti ég nokkrar "sweet potatoes", því þessar "nasty potatoes" sem ég keypti í vikunni voru búnar að vera svo leiðinlegar. Ætlunin er að Wok-a aðeins í kvöld þegar Björg, Áslaug og litli og fjörugi Ásgeir Rafn koma í mat í kvöld. Gaman að því...
Adios
Hæ hæ. Skemmtilegar myndir, virðist hafa verið rosa stuð.
Gaman að fylgjast með blogginu ykkar,
kv. Sigga Lóa
Alveg sammála henni stöllu minni. Rosaflottar myndir - greinilega mjög gaman. Alltaf forvitnilegt að kíkja í Bazar Vest.
mvh.Jórunn