sunnudagur, mars 13, 2005

Hafiði heyrt um Justin Case?

Ég hef áður minnst á reglusemi Dana, þ.e. hve duglegir þeir eru að fara eftir reglum og þá meina ég að fara eftir þeim þráðbeinum, án nokkurrar beygju. Ekki að það sé e-ð hrikalega neikvætt, en maður er svo vanur ýmiss konar linkind heimavið. En...allaveganna, þá langar mig að tala um strætóana...í enn eitt skiptið, jájá ég veit. Þeir eru nebblilega með með sonna stimpilkerfi og þeir treysta 100% á að maður svindli sér ekki. Því eins og ég minnstist hérna á einu sinni, þá fer fólk í Árósum inní strætóana aftanfrá og sér sjálft um að borga, eða stimpla, og það gera þeir alltaf! Strætóbílstjórinn skiptir sér ekkert að þessu. Svo eru þessir verðir sem eiga að kanna hvort fólk sé ekki örugglega með góða samvisku og "eiga" að koma uppí vagnana. Málið bara er að á mínum tíma hér, á öllum þessum sex mánuðum, þá hef ég einu sinni lent í þeim. Einu sinni! Og ég var búinn að borga b.t.w. En hvað er hann að nöldra yfir þvíu spyrjið þið ykkur. Málið bara er að mér finnst ég vera henda peningum út um gluggann þegar ég stimpla kortið mitt, sem ég geri næstum alltaf, 90%. Ef þessir verðir myndu sinna starfinu sínu betur og þá gæti ég stimplað án þess að velta vöngum yfir hvort ég ætti að spara mér eitt klipp, þeir koma hvort sem er aldrei, segi ég. Eitt klipp hugsa ég svo, það er ekki nein upphæð (11 dkr)...og stimpla svo, just in case....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed