föstudagur, mars 11, 2005

ég kaupi, þessvegna er ég!

já, maður er allur núna að skríða saman eftir tap Manchester United núna á þriðjudaginn. Með þessu áframhaldi ætti ég að vera farinn fram úr rúminu á næstkomandi sunnudag. Það var þó örlítið hressandi að sjá "los galacticos" detta úr keppni (real madrid), leiðinlegra lið hef ég ekki séð lengi.
Undur og stórmerki hafa reyndar gerst hvað varðar eldhúsaðstöðuna hjá okkur...ahaa....ég sé að einbeitining er aðeins betri hjá þér núna, já...við erum búin að kaupa nýja pönnu! Hananú, og ekki voru það slæm kaup 149 dkr fyrir tefal, ja ég segi bara, geri aðrir menn betur. Manni finnst eins og maður hafi smíðað pönnunna sjálfur maður er svo áægður. En þar með er ekki öll sagan sögð, ónei, því örbylgjuofn fylgdi fljótlega í kjölfarið...og einhvers staðar þurftum við að geyma allt þetta...og núna er komin þessi fallega hilla í eldhúsið. Ekki veit ég hvar Ingvar Kamprad væri án okkar, hann væri allaveganna ekki 7. ríkasti maður heims. Segið svo ekki að það sé ekkert að frétta :)! Ójá, meðan ég man að þá vorum við að kaupa flugmiða til Bergen til að vera viðstödd fermingu systur Ragnheiðar í maí, tvær vikur í Berlín og svo hrúga af heimsóknum strax eftir heimkomu þaðan. Fjásmaðurinn ógurlegi mun hrella landann og taka við af þriggja daga heimsókn foreldra Ragnheiðar sem koma þann 2.apríl.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed