sunnudagur, desember 19, 2004

tekið á ´ðí í köben

Ja hérna það mætti bara halda að maður hefðu aldrei komið hingað áður...Við erum búin að þramma alla borgina endilanga. Ákváðum í dag að sleppa Metroinu svo við sæum nú meira af borginni en hana neðanjarðar. Annars erum við búin að hafa það barasta þrælfínt. Fórum út að borða í gær með Jóhönnu og Steina á fínum ítölskum (Þeir voru búnir með spaghettíið...ótrúlegt!) , og þræddum staðina. Fyrr um daginn heilsuðum við uppá Skúla, Lilju og Ölmu Rún og bárum saman bækur okkar um Danina og lífið í Danmörku. Ég fékk að kíkja á heitasta tölvuleikinn í dag, namely Doom3, og fékk líkaminn aðeins að reyna viðbrögðin því mér klossbrá hann var svo "spooky". Ég ætla að reyna halda aftur af mér yfir Jólin áður en ég fer að drepa djöfla í helvíti. Svo er seinasta kvöldmáltíðin í bili núna í kvöld og svo er ætlunin að kíkja á Super-size me, sem er sýnd hérna á kollegiinu...ókeypis. Svo sjáumst við bara bráðum!

föstudagur, desember 17, 2004

Kaupmannahöfn í öllu sínu veldi

Þá er maður komin til Köben og þar með komin í jólafrí ekki leiðinlegt það. Við ákváðum að taka rútuna í þetta skiptið á milli Árósa og Köben og ég held nú bara að við endurtökum þann leik. Maður fer nefninlega fyrst með ferju og svo keyrir maður restina í rútu sem er mjög þægileg, plús að ferðin er hálftíma styttri en með lest:) Við gistum hjá Gerði og Kjarra og við fórum einmitt í bæinn með þeim í dag til að klára jólainnkaupin og nú eru þau búin. Við vorum svo bara að kveðja þau skötuhjú núna fyrir 5 mínútum, þau eru núna á leiðinni útá Kastrup. Svo er planið bara að slaka á, fara í tívolíið og kíkja í heimsóknir.
Ragnheidur Ósk

fimmtudagur, desember 16, 2004

alltaf sami Gyðingurinn

ÞAð er búið að vera ákveðið átak hér í kappelvænget seinustu vikur. ÞAð er nefninlega verið að nýta allan þann mat sem til er í húsinu, svo hann eyðileggist ekki meðan við erum heima, eða erlendis...fer eftir því hvernig maður lítur á það. Það er alveg ótrúlegt hvað maður getur kokkað fram. Grænar baunir með ólífum, laukur með salti, gulrætur og rauðkál og þar fram eftir götum. Frystirinn var vel troðin af kjötttilboðum frá Bilka, og svo var bara gengið á pastabirgðirnar. Pasta með hinu og þessu. Og við erum ekki búin að kaupa í matinn í örugglega tvær og hálfa viku, fyrir utan einstaka mjólk og eða brauðhleif. Núna erum við að keppast við að klára allt úr skápnum því jú EKKERT má fara til spillis! Þetta er ráð til allra...Látið ekki matinn gleymast...nýtið hann!

verkefnaskil

úff...þá er það komið til skila! Ritgerðin mín er komin í hús og það á góðum tíma. Við höfðum frest þar til á föstudaginn og undir venjulegum kringustæðum hefði Parkinsons lögmálið ráðið skiladeginum. Þ.e. Sá tími sem maður hefur til að gera e-ð nægir til að vinna verkefni, sama hversu stuttur tíminn er (eað e-n veginn svona). Hafiði ekki tekið eftir því hvað maður er alltaf á senustu stundu með að skila e-u, og maður hefði í raun ekki geta verið án einnar mínútu (eða er það kannski bara ég?). Eða þetta; ef þið byrjið á e-u sem á að skila eftir mánuð, að þá tekur það mánuð! Tengist skilvirknni. Allaveganna...þá er ég búinn og ef ég þekki mig rétt, þá á ég að eiga í fullu fangi með að pakka, ganga frá húsinu og komast niður á rútubílastöðina alveg á seinustu mínutunni. Það er vonandi að Ragnheiður komist ekki að ég hafi verið að blogga, þegar ég átti að vera pakka niður...
Ég er allaveganna mjög sáttur við verkefnið, sem fjallaði um að bera saman tvær sálfræðimeðferðr við þunglyndi, held að kallinn hafi bara staðið sig vel. Ég held að það hafi spilað smá þátt í því hve vek gekk, að ég varð fyrir smá óláni núna á sunnudaginn. Ég skellti mér í fótbolta til að losa aðeins um ergelsið við að sitja á rassinum í 9 klukkutíma og böðlast í gegnum verkefnið. Nema hvað að ´haldiði ekki að ég hafi snúið mig á ökklanum. Og ekki bara einum heldur öllum þremur...nei hehe, en samt báðum tveimur. (Ég skelli nú skuldinni á skóna...ef e-r er ekki búinn að kaupa jólagjöf:)!! KAllinn alveg í rusli og komst ekki í skólann daginn eftir til að vinna. 'Eg neyddist þvi að vinna heima og þvílíka skilvirknin! HA! ÉG bókstaflega hakkaði þetta í mig! Ég var nú búinn að reyna læra heima, þ.e. að lesa, en það gekk alveg þveröfugt. netið, rúmið og allt annað virtist heilla mig meira. En, greinilega þegar maður er svona virkur að þá anýr dæmið greinilega öðruvísi við.
En núna er maður áhyggjulaus, og er á leiðinni í jólafrí.. jabbadabba´dú. Stefnan er fyrst (Gunni...þetta er orðið allt of langt blogg...það nennir enginn að lesa þetta allt) á köben yfir góða helgi. ÞAr verður margt um manninn því á móti okkur taka Gerður og Kjarri sem ætla að vera svo indæl að lána okkur íbúðina sína ...takk fyrir það. Og síðan höldum við sko feitt PART'Y...nei djók Gerður og Kjarri. Við kíkjum í heimsókn til frændfólks míns, heilsum upp á kunningja mína þá Sören og Niels, og að lokum ætlum við að hitta vinkonu Ragnheiðar sem býr í Kristjaníu.
ÞAnnig að þangað til næst...peace out...word...respesct

mánudagur, desember 13, 2004

Næstu dagar

Hérna sit ég og slaka á, á meðan Gunni stritar og stritar við að skrifa ritgerð. Já sona er lífið. Á morgun er ég að fara að halda fyrirlestur með henni Line um Kommunikation og samspil þeir skilja sem skilja. Það verður gaman að sjá hvernig til tekst en við erum bunar að leggja þónokkuð mikla vinnu í verkefnið.
Nu er hún Pernille Rosendahl uppáhalds söngkonan mín í augnablikinu að performa í sjónvarpinu endilega kíkið á http://swanlee.dk/ þetta er snilldar band.
Það fer að styttast í heimferð og ýmislegt sem huga þarf að áður en lagt er í hann og á morgun er ég að fara að senda jólapakkana heim með gámi ( það hljómar frekar illa við erum ekki að panta okkur heilan gám. Hún Hjördís er svo yndisleg að leyfa okkur að skella gjöfunum okkar með á brettið sitt en hún er núna að fara heim fyrir fullt og allt). Þannig að við sleppum við að burðast með þetta heim í ferðatöskum. :)
Við förum til Köben á fimmtudaginn með rútunni. Þar ætlum við að slaka á og kannski kíkja í Tívolíið og jafnvel í H&M á Strikinu ( frekar flott búð mæli með henni) Svo ætlum við að hitta Jóhönnu og Steina þar sem þau verða líka í Köben þessa sömu helgi:) Þannig að það er nóg að gera hjá okkur þessa næstu daga:) Bless í bili Ragnheidur

laugardagur, desember 11, 2004

Ferðalag

Jæja maður skellti sér í ferðalag um helgina. 'Eg og Line vorum svo duglegar í hópverkefninu okkar að við gátum tekið okkur frí á föstudaginn ekki slæmt það. Þannig að ég ákvað að kíkja í heimsókn til Hjördísar. Við ákváðum að hittast í Horsens fara í smá túristaferð skoða ríkisfangelsið og kannski heilsa upp á Bandidos eða Hells angels. En þegar við komum á svæðið gátum við ekki fundið fangelsið svo að við ákváðum að kíkja bara aðeins í búðirnar í staðinn. Það var fínasta fínt. Síðan um kvöldið þegar við komum til Jelling fórum við í mat til Kerstin og Kristin sem eru þýskir skiptinemar, vinkonur Hjördísar það var mjög fínt og kenndu þær mér nýtt spil Ligretto mjög skemmtilegt þó að ég hafi tapað all svakalega. En því miður fæst það bara í þýskalandi. En daginn eftir eða í dag laugardag fórum við svo til Vejle rosa kósy strikið hjá þeim. Mjög jólalegt fannst mér. Þetta var í alla staði mjög fínt ferðalag. Svo förum við Gunni til Köben á fimmtudaginn og svo til 'Islands á mánudaginn eftir ca. viku. bless bless og ekkert stress. Ragnheidur kveður í bili.

þriðjudagur, desember 07, 2004

Blogg smogg

Ég þoli ekki þegar maður er búin að vera rosa duglegur að skrifa langt og sniðugt blogg og ýtir svo á vitlausan takka og bamm allt horfið! Eða það bara hverfur á einhvern tæknilegan óútskýranlegan hátt! Það er buið að koma aðeins of oft fyrir mig( nú hugsar einhver: já þessi var góður hún nennir bara ekki að skrifa) EN það er ekki rétt. Það er ekki rétt. Allavegana þá kom Hjördís í heimsókn núna síðastliðna helgi og við fórum náttla beint i bæinn. Nýttum tímann vel í jólagjafakaup. Um kveldið fórum við svo í Julefrokost hjá Sálfræðinni þar sem Gunni stundar nú nám þar. Þar var nú lítið jólalegri matur en á julefrokostinum hjá mínum bekk. 'Eg veit allavegana ekki hvað er jólalegt við pastasalat. En það var ágætis skemmtun( ég var sko buin að skrifa massa langt blogg um þetta kvöld en þið munið bamm horfið hérna áður) Svo var sunnudagurinn nýttur roooosalega vel í jólagjafakaup. Hjördís var alveg "on fire" í þeirri deild. Ég er náttla buin að vera svo dugleg að ég var eiginlega alveg búin með jólagjafakaupin.
Það er búin að vera að safnast fyrir ansi mikill jólafiðringur í mér undanfarið og það fer ekkert minkandi sérstaklega í gær þegar við höfðum handikjet og uppstúf í matinn. Það var sko jólajóla
takk i bili en lille hilsen fra en lille julenisse med sommerfugle i maven
(það er sko ég ragnheiður)

fimmtudagur, desember 02, 2004

prófið nálgast...passið ykkur, bjargi sér hver sem getur!!

þá fer að styttast í fyrsta prófið manns hérna í Árósum. Ég fæ það á þriðjud. og á að skila því eftir níu daga, það er ekkert minna. Ég fæ reyndar tvo auka daga dag af því að ég er útlendingur (annars hefði ég bara fengið 7!!) En þetta er nú ekkert venjulegt próf heldur er þetta frekar ritgerð. Svo á skiladeginum, búmm uppí rútu, búmm kominn til Köben, verð helgina þar búmm, búmm og svo bara heim´. Það er alltaf frekar skrítið að koma heim eftir langa dvöl erlendis. ÞAð er nú ekki kannski það langur tími að maður sjái mikinn mun á fólki í útliti, en það er allaveganna oft augljósara þegar maður hefur ekki séð það lengi. Svona eins og froskur í potti!! Skiljiði? Svo er maður eins og e-r túristi...haa...er komið hús hérna...vááá..., bíddu þessi ljós voru ekki á þessari götu seinast...ja hérna..! Það verður nú kannski annað með Miklubrautina, enda viðamiklar framkvæmdir þar. En það verður nú gaman að sjá alla aftur, og þá meina eg alla...!! Ég meina alla, nobody´s safe...

p.s. Þá er það þannig ef maður skyldi nú undir e-m skringilegum kringustæðum, að sjóða lifandi frosk! Já, lifandi, að þá ætti maður ekki að skella honum beint út í sjóðandi heitt vatnið því þá mundi hann stökkva upp ekki satt? Heldur ætti maður að hita vatnið smám saman því hann greinir ekki muninn á hitanum og áður en maður veit af, þá hefur maður soðinn frosk!

miðvikudagur, desember 01, 2004

Lífið gengur sinn vanagang

Hér í 'Arósum gengur lífið sinn vanagang. Maður er komin í alskonar rútinur hérna, þrífa húsið á miðvikudögum og fiskur á mánudögum og fleira í þeim dúr. Það finnst mér nú bara ágætt.
Nú var ég að fá mína fyrstu ritgerð til baka og ég fékk enga einkunn damn. . . ég var nú að vona að ég fengi nefninlega einkunn en ég fékk umsögn og hún var bara fín fannst mér. Það var allavegana ekkert sett út á stafsetningu, það hlýtur að þýða að kennarinn hafi skilið hvað stóð í henni:)
Svo fer eg ekki í próf fyrr en í júni en þá förum við í svokallað fyrsta árs próf sem stendur í 3 vikur hvorki meira né minna. Þar eigum við að gera verkefni í hóp og sameina allt sem við erum buin að læra yfir veturinn. Þar fáum við heldur enga einkunn bara godkent eller ikke godkent sumsé staðist eða fall. G'ULP. . . Seinni tíma vandamál. . .
Allavegana þá er Hjördís að koma í heimsókn á laugardaginn og við ætlum að skella okkur í julefrokost í skólanum hans Gunna, hann ætlar líka að koma með sko. Það verður nú örrugglega gaman. Annars er ég bara farin að hlakka mikið til jólanna búin að skreyta og byrjuð að hlusta á jólalögin af fullum krafti
ho ho ho ho hilsen julemanden (Ragnheidur)

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed