fimmtudagur, desember 16, 2004

alltaf sami Gyðingurinn

ÞAð er búið að vera ákveðið átak hér í kappelvænget seinustu vikur. ÞAð er nefninlega verið að nýta allan þann mat sem til er í húsinu, svo hann eyðileggist ekki meðan við erum heima, eða erlendis...fer eftir því hvernig maður lítur á það. Það er alveg ótrúlegt hvað maður getur kokkað fram. Grænar baunir með ólífum, laukur með salti, gulrætur og rauðkál og þar fram eftir götum. Frystirinn var vel troðin af kjötttilboðum frá Bilka, og svo var bara gengið á pastabirgðirnar. Pasta með hinu og þessu. Og við erum ekki búin að kaupa í matinn í örugglega tvær og hálfa viku, fyrir utan einstaka mjólk og eða brauðhleif. Núna erum við að keppast við að klára allt úr skápnum því jú EKKERT má fara til spillis! Þetta er ráð til allra...Látið ekki matinn gleymast...nýtið hann!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed