prófið nálgast...passið ykkur, bjargi sér hver sem getur!!
þá fer að styttast í fyrsta prófið manns hérna í Árósum. Ég fæ það á þriðjud. og á að skila því eftir níu daga, það er ekkert minna. Ég fæ reyndar tvo auka daga dag af því að ég er útlendingur (annars hefði ég bara fengið 7!!) En þetta er nú ekkert venjulegt próf heldur er þetta frekar ritgerð. Svo á skiladeginum, búmm uppí rútu, búmm kominn til Köben, verð helgina þar búmm, búmm og svo bara heim´. Það er alltaf frekar skrítið að koma heim eftir langa dvöl erlendis. ÞAð er nú ekki kannski það langur tími að maður sjái mikinn mun á fólki í útliti, en það er allaveganna oft augljósara þegar maður hefur ekki séð það lengi. Svona eins og froskur í potti!! Skiljiði? Svo er maður eins og e-r túristi...haa...er komið hús hérna...vááá..., bíddu þessi ljós voru ekki á þessari götu seinast...ja hérna..! Það verður nú kannski annað með Miklubrautina, enda viðamiklar framkvæmdir þar. En það verður nú gaman að sjá alla aftur, og þá meina eg alla...!! Ég meina alla, nobody´s safe...
p.s. Þá er það þannig ef maður skyldi nú undir e-m skringilegum kringustæðum, að sjóða lifandi frosk! Já, lifandi, að þá ætti maður ekki að skella honum beint út í sjóðandi heitt vatnið því þá mundi hann stökkva upp ekki satt? Heldur ætti maður að hita vatnið smám saman því hann greinir ekki muninn á hitanum og áður en maður veit af, þá hefur maður soðinn frosk!
tetta rad kemur ser heldur betur vel, er nefnilega buinn ad vera i stanslausu basli med ad sjoda froskana mina...
Oli