Lífið gengur sinn vanagang
Hér í 'Arósum gengur lífið sinn vanagang. Maður er komin í alskonar rútinur hérna, þrífa húsið á miðvikudögum og fiskur á mánudögum og fleira í þeim dúr. Það finnst mér nú bara ágætt.
Nú var ég að fá mína fyrstu ritgerð til baka og ég fékk enga einkunn damn. . . ég var nú að vona að ég fengi nefninlega einkunn en ég fékk umsögn og hún var bara fín fannst mér. Það var allavegana ekkert sett út á stafsetningu, það hlýtur að þýða að kennarinn hafi skilið hvað stóð í henni:)
Svo fer eg ekki í próf fyrr en í júni en þá förum við í svokallað fyrsta árs próf sem stendur í 3 vikur hvorki meira né minna. Þar eigum við að gera verkefni í hóp og sameina allt sem við erum buin að læra yfir veturinn. Þar fáum við heldur enga einkunn bara godkent eller ikke godkent sumsé staðist eða fall. G'ULP. . . Seinni tíma vandamál. . .
Allavegana þá er Hjördís að koma í heimsókn á laugardaginn og við ætlum að skella okkur í julefrokost í skólanum hans Gunna, hann ætlar líka að koma með sko. Það verður nú örrugglega gaman. Annars er ég bara farin að hlakka mikið til jólanna búin að skreyta og byrjuð að hlusta á jólalögin af fullum krafti
ho ho ho ho hilsen julemanden (Ragnheidur)
Það er alveg brjálað að gera hjá þér sé ég:) Ohh hvað ég öfunda ykkur Hjördísi um helgina myndi alveg vilja vera með ykkur:) Skondið samt með að þeir gefa engar einkunnir, það er alltaf mest spennandi að vita hvað maður fékk:)
Kveðja
Kristín H
Andiði jólandanum fyrir mig um helgina......:)