help, i´m stuck in a giant Ipod
Núna þegar ég hef nægan tíma til að gera ýmislegt þá ætlaði ég að reyna fylla aðeins á 60gb Ipodinn minn. Það rétt sullar í botninum á honum og eru um 8 gb af tónlist þarna inni. Það er reyndar hægt að horfa á vídjó líka í honum, en ég er ekki enn búinn að finna tækifæri til að geta horft á það (kannski af því að það er ekkert vídjó inná, en hvað um það).
En, eins og ég sagði er þetta tröllaukinn Ipod með þrefalt meiri gagnageymslu en fartölvan mín. Ég ætlaði því að byrja á að færa tónlist af Ipodnum yfir á tölvuna til að brenna í CD spilarann heima. En nei, það er ekki hægt að færa tónlist af Ipodnum yfir á tölvuna, og ekki heldur að brenna disk af Ipodnum. E-r öryggisráðstafanir hjá Steve Jobs...pirrandi.
Núna er því fullt af tónlist fast inná spilaranum, sem eg var buinn að eyða ut af tölvunni sökum plassleysis. Eg hinsvegar, með nægan tíma, reyndi að "hakka" mig inná ipodinn með e-m forritum sem mælt var með til að takast á við þetta vandamál, með ekki skemmtilegri afleiðingum en það að nú les tölvan mín ekki ipodinn lengur og mælir með að ég eyði bara öllu draslinu og byrji með tómar hendur á ný.
Boðskapurinn: kauptu Itrip