fimmtudagur, nóvember 30, 2006

help, i´m stuck in a giant Ipod

Núna þegar ég hef nægan tíma til að gera ýmislegt þá ætlaði ég að reyna fylla aðeins á 60gb Ipodinn minn. Það rétt sullar í botninum á honum og eru um 8 gb af tónlist þarna inni. Það er reyndar hægt að horfa á vídjó líka í honum, en ég er ekki enn búinn að finna tækifæri til að geta horft á það (kannski af því að það er ekkert vídjó inná, en hvað um það).
En, eins og ég sagði er þetta tröllaukinn Ipod með þrefalt meiri gagnageymslu en fartölvan mín. Ég ætlaði því að byrja á að færa tónlist af Ipodnum yfir á tölvuna til að brenna í CD spilarann heima. En nei, það er ekki hægt að færa tónlist af Ipodnum yfir á tölvuna, og ekki heldur að brenna disk af Ipodnum. E-r öryggisráðstafanir hjá Steve Jobs...pirrandi.
Núna er því fullt af tónlist fast inná spilaranum, sem eg var buinn að eyða ut af tölvunni sökum plassleysis. Eg hinsvegar, með nægan tíma, reyndi að "hakka" mig inná ipodinn með e-m forritum sem mælt var með til að takast á við þetta vandamál, með ekki skemmtilegri afleiðingum en það að nú les tölvan mín ekki ipodinn lengur og mælir með að ég eyði bara öllu draslinu og byrji með tómar hendur á ný.

Boðskapurinn: kauptu Itrip

þriðjudagur, nóvember 28, 2006

Árshátíð IF Guðrúnar

Það var haldin árshátíð IF Guðrúnar (eða FC Ísland) núna á laugardaginn, eða rasshátíðin eins og hennar verður líklegast minnst. Dagurinn byrjaði klukkan 14 þar sem ræst var í hið magnaða Amazing Race, sem var leikur þar sem keppendur fengu lista með 40 atriðum sem átti að framkvæma fyrir klukkan 4 og smella mynd af sem sönnunargagni. Nokkur þessi atriði voru snarólögleg en önnur voru smávægilegri, þetta voru verkefni eins og fá lánaðan rauðan jakka hjá e-m, fá sér bjór á Moose, míga í kanalinn, finna haglabyssu, múna á Strikinu, máta brjóstarhaldara og fleira krassandi. Það var tæpt á muninun og var það lokaði Liverpool barinn (sem betur fer) sem réði úrslitunum. Sumar myndirnar voru ansi vel heppnaðar eins og myndin af okkur og Frikka Weiss og Sigurjóni Sighvats eða “Sighvati Björginssyni” eins og einum okkar varð á orði :) sem voru a röltinu niður Strikið. En að ná mynd af þekktum einstaklingi var einmitt einmitt eitt atriðið sem við þurftum að framkvæma.

Eftir það var svo farið út að borða á e-n asískum stað þar sem hægt var að velja hráefni og láta svo steikja það fyrir framan sig og velja um leið krydd til að láta út á. Það bragðaðist að sjálfsögðu mjög vel. Það var hægt að drekka og eta að vild í þrjá tíma sem var svo sannarlega vel nýtt og undir lokin voru sumir komnir úr að ofan og rúmlega það :) Eftir heimsókn á Pilegaarden pöbbinn voru svo flestir orðnir vel búnir á því eftir góðan dag enda klukkan að ganga eitt!

miðvikudagur, nóvember 22, 2006

En kop kaaafffeeeee....

Við fórum á “Danmarks storste loppemarked (flóamarkað)” um helgina. Vorum mætt á sunnudeginum í seinna fallinu, u.þ.b. 1 ½ klst. áður en lokaði og vorum hugsi um hvort við vorum of sein, hvort allt “góða” draslið væri selt, en hugsuðum aftur á móti líka hvort þetta væri tækifærið til að gera reyfarakaup, þar sem fólkið mundi eflaust lækka verðið því nær sem drægi lokun. Önnur af þessum pælingum reyndist nærri lagi.

Það er skemmst frá því að segja að þarna var margt athyglisvert; afsagaðar svínalappir, segulbandstæki og ýmsar dýrar antikvörur. Það sem greip mig þó mest var espressókaffivél sem lá þarna á borðinu, hún var í nokkuð góðu ásigkomulagi og merki sem ég kannaðist við: Krups. Spurði því hvað hún kostaði og varð ansi hlessa: 20dkr! Sérstaklega þar sem ný svona vél kostar líklega 15-20. þús ísk (held ég). Grunaði því að ég væri að kaupa köttinn í sekknum, en lét samt slag standa, því ef það væri köttur í sekknum væri amk búið að redda ódýrum kvöldverði. Hjóluðum því með gripinn i grenjandi rigningu og svo hófst prufukeyrslan á gripnum. Ég var ákveðinn í að vera ekki of bjartsýnn, en dustaði af henni rykið, fyllti á vatnið og tróð kaffinu á sinn stað. Jújú, vélin rauk í gang, og viti menn, bikasvart kaffi rann niður ofaní bollann. Það kom meira að segja espressófroðan sem ómögulegt er að ná með espressókaffikönnunum. Næsti áfangi, virkar mjókurfroðutækið. Að sjálfsögðu!!
Nú er því arsenal-ið (hergagnageymslan) fullkomin, með kaffivélina trónandi á toppnum.



Nú er bara spurningin...hvað á ég að gera við öll hin tólin og tækin? Næsta spurning: Vill e-r kíkja yfir í kaffi? Nú ef hann/hún drekkur ekki kaffi þá get ég alltaf hellt upp á te :)

Kv
Gunni Kaffiperri (sem er greinilega í fríi)

Efnisorð: ,

mánudagur, nóvember 20, 2006

Restructuring the disorganized world


Jæja góðir hálsar og hælar, þá er komið að´essu. Hverju spyrjiði? Jú, þarna heyri ég rétt svar úr horninu aftast. Lokapunkturinn er kominn yfir i-ið og feita konan er búin að synjga sitt síðasta. Ég er búinn með ritgerðina!!!



þetta eru þá búnir að vera hvað 10 mánuðir. allaveganna það. Var byrjaður að lesa mér til í janúar áður en við fluttum til köbenen, en vinnan hófst svona ekki formlega fyrr en e-n tímann í feb. Vá það er langt síðan. Þá bjuggum við á Svanemöllen og hressileg partý með Bjössa, Rex, Gerði, Kjarra og Fúsa voru daglegt brauð. Mikið vatn runnið sjávar síðan þá.

En fyrst maður er í Danmörku, þá gerir maður eins og Danir gera, þeir vinna skipulega, rólega og yfirvegað. Og það er það sem ég gerði. Ég var oftast mættur 8-10 og var mína 8 tíma á virkum dögum, þannig að þetta gerir þá í kringum 5 x 8 x 4 x 9 tímar (give or take a week) samasem 1440 tímar.

Nú er það bara ferð til Árósa að skila stykkinu og hlamma því á borðið á skrifstofunni og segja e-a flotta setningu. Það verður að vera e-ð annað en "Iðll be back", það passar ekki alveg...hef rútuferðina á morgunn til að spá í því.

eins og þið sjáið er ég mjög stoltur að verkinu og hef skellt nokkrum myndum af því á netið, svona til að æsa ykkur aðeins upp. Ég veit vel að ykkur langar að sökkva tönnunum í það og fyrir þá allra hörðustu get ég glatt ykkur með því að vídeómyndin mun bráðlega fylgja í kjölfarið.

Já, þetta var amk mjög lærdómsríkt ferli, og gæti ég eflaust rumpað af einni annarri ritgerð á hálfum þessum tíma ef ég ætti að byrja á nýrri (eftir smá hvíld bien suir). Ég veit reyndar ekki hovrt maður eigi eftir að leggja í slíkt verkefni aftur, það verður amk et godt stykke tid indtil det sker.


kv
Gunni "Maestro"

Efnisorð: , ,

sunnudagur, nóvember 12, 2006

Sunday morning

Sólardagur, það þýðir bara eitt. Allt rykið og óhreinindin verða svo sýnileg að það bara verður hreinlega að gera e-ð í því. Villtur ryksugudans var því stiginn með græjurnar hátt stilltar klukkan 10:30 í morgunn. Græjurnar voru kannski stilltar aðeins hærra en venjulega í von um að Villti Tryllti Villi sem býr fyrir ofan okkur mundi vakna, þar sem hann hélt fyrir okkur vöku nóttina áður með ansi hressilegu partýi til klukkan 04:30.
En helgin er annars búin að vera hin ágætasta. Við fórum á tónleika með Keane á föstudaginn og svo var svona jóla “rehersal” kvöldmatur haldin hérna á laugardaginn. Við elduðum hangikjöt með öllu tilheyrandi og skelltum jóladiski undir geislann. Eftir það var í anda kristinnar trúar og krossferðanna farið að breiða út Guðs orð alla leið til Íraks og Kína í tölvuleiknum Battlefield 2. Ég hef klifrað ansi hratt upp metorðastigann þar enda búinn að eyða rúmlega 100 stundum fyrir framan skjáinn. Spurning hvar ritgerðin væri ef ég hefði eytt þeim tímum aðeins skynsamlegar? Og þó, ég hef aðallega spilað á kvöldin og ef ekki væri fyrir útrásina væri ég líklegast búinn að myrða e-n hvort sem er. Well, back to writing...

Efnisorð: , , ,

fimmtudagur, nóvember 09, 2006

ísinn brotinn

Jæja, ætli það sé ekki kominn tíma til að skrifta aðeins. Ekki að ég hafi syndgað neitt rosalega mikið undanfarið þar sem ég hef nú varla farið út fyrir Amager seinustu vikurnar, en það er víst rétt að láta aðeins vita af sér. Man ekki einu sinni hvenær ég fór seinast úr fyrir Amager. Jú, nú man ég það, það hefur líklegast verið þegar ég fór á tónleika með HAM um daginn sem voru mjög hressandi...æi nei, þeir voru haldnir hér á Amager.

En amk góðir tónleikar þar sem m.a. spiluðu grænlensk, dönsk og færeysk bönd. Það var eitt færeyskt band sem hét Makrel og spilaði ansi flott lágstemmt rokk. Gítarleikarinn þeirra var samt víst e-ð vant við látinn því þeir voru með lánsmann á gítarnum. Ekki spáði ég nú mikið í því fyrr en ég rakst á þessa grein á málefnin.com Mæli með að þið kíkið á hana ef þið vitið ekki enn um hommafóbíu Færeyinga.

En allaveganna hef ég verið við sama gamla bókasafnshornið seinustu vikur og hef ákveðið að ekki minnast einu orði á þá setu þar sem sú umræða (einræða) er orðin ansi þreytt. En nú get ég bara ekki lengur orða bundist því nú er endirinn í sjónmáli. Þokan hefur verið svo ansi þykk undnafarið að ég hef ekki séð endinn fyrr en núna, og hann er yfirþyrmandi nálægur. Vona bara að það verði ekki skipsbrot. Meiri fréttir af því þegar það að kemur, því get ég lofað.

Það er annars merkilegt hvað allt þetta dúllerí eins og að gera efnisyfirlitið getur tekið langan tíma, og er bara alls ekki eins auðvelt og manni grunar í byrjun. Það mætti jafnvel halda því fram að efnisyfirlitið sé erfiðasti hluti ritgerðarninnar!! :) Segi svona, en samt sem áður verða fyrirsagnirnar og undirfyrirsagnirnar allar að passa við innihaldið og svo verður uppsetningin líka að vera skilmerkileg. Ég er hins vegar oftast meira fyrir "visjúal" áhrifin og því er yfirlitið ekki eins einfalt uppsett eins og sumir myndu hafa það. En það getið þið sjálf dæmt um eftir að þið hafið lesið ritgerðina ;)

Efnisorð: , , ,

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed