miðvikudagur, nóvember 22, 2006

En kop kaaafffeeeee....

Við fórum á “Danmarks storste loppemarked (flóamarkað)” um helgina. Vorum mætt á sunnudeginum í seinna fallinu, u.þ.b. 1 ½ klst. áður en lokaði og vorum hugsi um hvort við vorum of sein, hvort allt “góða” draslið væri selt, en hugsuðum aftur á móti líka hvort þetta væri tækifærið til að gera reyfarakaup, þar sem fólkið mundi eflaust lækka verðið því nær sem drægi lokun. Önnur af þessum pælingum reyndist nærri lagi.

Það er skemmst frá því að segja að þarna var margt athyglisvert; afsagaðar svínalappir, segulbandstæki og ýmsar dýrar antikvörur. Það sem greip mig þó mest var espressókaffivél sem lá þarna á borðinu, hún var í nokkuð góðu ásigkomulagi og merki sem ég kannaðist við: Krups. Spurði því hvað hún kostaði og varð ansi hlessa: 20dkr! Sérstaklega þar sem ný svona vél kostar líklega 15-20. þús ísk (held ég). Grunaði því að ég væri að kaupa köttinn í sekknum, en lét samt slag standa, því ef það væri köttur í sekknum væri amk búið að redda ódýrum kvöldverði. Hjóluðum því með gripinn i grenjandi rigningu og svo hófst prufukeyrslan á gripnum. Ég var ákveðinn í að vera ekki of bjartsýnn, en dustaði af henni rykið, fyllti á vatnið og tróð kaffinu á sinn stað. Jújú, vélin rauk í gang, og viti menn, bikasvart kaffi rann niður ofaní bollann. Það kom meira að segja espressófroðan sem ómögulegt er að ná með espressókaffikönnunum. Næsti áfangi, virkar mjókurfroðutækið. Að sjálfsögðu!!
Nú er því arsenal-ið (hergagnageymslan) fullkomin, með kaffivélina trónandi á toppnum.



Nú er bara spurningin...hvað á ég að gera við öll hin tólin og tækin? Næsta spurning: Vill e-r kíkja yfir í kaffi? Nú ef hann/hún drekkur ekki kaffi þá get ég alltaf hellt upp á te :)

Kv
Gunni Kaffiperri (sem er greinilega í fríi)

Efnisorð: ,

5 Comments:

At 7:59 e.h., Blogger Jonni said...

haha ... Gunni, þú ert kaffihommi!

P.S Eins og ég :P

 
At 2:08 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þessi kaffiobsession er nú farin að verða e-ð spúgí! :D

 
At 4:21 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Glæsileg vél. Greinilega gert reifarkaup. Til hamingju með ritverkið. Get ekki sagt annað en að mig sé farið að hlakka verulega til að geta skilað minni.

kv. Emil

 
At 12:29 e.h., Blogger Drekaflugan said...

ja takk fyrir tad Emil.
Nu er eg allaveganna kominn utur kaffiskapnum.

 
At 3:32 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með afmælið í dag elsku Ragnheiður, vona að þú eigir góðan dag í dag:) Hlakka til að sjá þig um jólin;)

 

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed