Árshátíð IF Guðrúnar
Það var haldin árshátíð IF Guðrúnar (eða FC Ísland) núna á laugardaginn, eða rasshátíðin eins og hennar verður líklegast minnst. Dagurinn byrjaði klukkan 14 þar sem ræst var í hið magnaða Amazing Race, sem var leikur þar sem keppendur fengu lista með 40 atriðum sem átti að framkvæma fyrir klukkan 4 og smella mynd af sem sönnunargagni. Nokkur þessi atriði voru snarólögleg en önnur voru smávægilegri, þetta voru verkefni eins og fá lánaðan rauðan jakka hjá e-m, fá sér bjór á Moose, míga í kanalinn, finna haglabyssu, múna á Strikinu, máta brjóstarhaldara og fleira krassandi. Það var tæpt á muninun og var það lokaði Liverpool barinn (sem betur fer) sem réði úrslitunum. Sumar myndirnar voru ansi vel heppnaðar eins og myndin af okkur og Frikka Weiss og Sigurjóni Sighvats eða “Sighvati Björginssyni” eins og einum okkar varð á orði :) sem voru a röltinu niður Strikið. En að ná mynd af þekktum einstaklingi var einmitt einmitt eitt atriðið sem við þurftum að framkvæma.
Eftir það var svo farið út að borða á e-n asískum stað þar sem hægt var að velja hráefni og láta svo steikja það fyrir framan sig og velja um leið krydd til að láta út á. Það bragðaðist að sjálfsögðu mjög vel. Það var hægt að drekka og eta að vild í þrjá tíma sem var svo sannarlega vel nýtt og undir lokin voru sumir komnir úr að ofan og rúmlega það :) Eftir heimsókn á Pilegaarden pöbbinn voru svo flestir orðnir vel búnir á því eftir góðan dag enda klukkan að ganga eitt!
Gummi að buffa þjóninn okkar, ég á næríunum á Pilegarden og Eiki dauður úti í horni (fyrir miðnætti).
Goooood times :D
hehe heldur betur, ég á eftir að lifa á þessu næstu mánuði